Nýr sófi í “betri stofuna”.

Nýr sófi í “betri stofuna”.

Við erum þrjú í heimili , tvö fullorðin og eitt barn. Og eðlilega höfum við gaman af mismunandi hlutum.

Kærastanum mínum finnst skemmtilegt að spila tölvuleiki, dóttir minni að horfa á Hvolpasveit og mér finnst rosalega gott að slaka á í huggulegu umhverfi með kaffi og tölvu eða tímarit.

Það var því fljótlega ljóst að stór opin stofa var ekki að nógu heppileg til þess að allir gætu haft það notalegt og gert það sem hverjum og einum langaði til.

Því brugðum við á það ráð að hólfa stofuna niður og útbúa sjónvarpsherbergi þar sem feðgin geta horft á Hvolpasveit og spilað tölvuleiki og ég fæ mína kósí stofu til að slaka á í.

Sjónvarpsherbergið er með rennihurð sem er reyndar ekki komin upp (Hæ Davíð) en það verður frábært þegar hún verður komin upp. Við finnum mikið fyrir þessu þegar vinir með börn koma í heimsókn og börnin heyra ekki í sjónvarpinu og við þurfum að hvísla til þess að tala saman.

Sem sagt winwin dæmi fyrir alla.

Ég skipti mér ekkert af innréttingum inn í sjónvarpsherbergi, þó að ég hafi reyndar bannað kaup á lazyboy sófa með skemli!! Kærastinn endaði á að kaupa sæmilega huggulegan tungusófa inn í sjónvarpsherbergi og nú er komið að mér að velja fallegan sófa í stofuna “mína”.

Ég lét nýverið mála svartann vegg  inn í stofu og er komin með hangandi gráan stól og kopar ljós þannig að ég er að gæla við dökkan sófa.

 

Ég er löngu hætt að kaupa hluti til heimilisins sem mér finnst ekkert sérstaklega fallegir og eiga bara að duga í einhvern X langan tíma.

Ég vil frekar kaupa eitthvað aðeins dýrara og vandaðra, eitthvað sem ég sé fyrir mér að eiga lengi.

Ég er búin að þræða allar mögulegar verslanir sem mér dettur í hug og hringja um allt land í leit að hinum eina rétta sófa og hef nú þrengt leitina niður í þessa 5!

 

 

 

 

 

 

1. Húsgagnahöllin

2. Söderhamn-Ikea

3.Seimei.is

4. Dorma

5. The pier

 

Hver finnst þér flottastur?

 

Facebook Comments
Sólveig Ása Arnarsdóttir

Sólveig Ása er fædd, uppalin og búsett á Húsavík ásamt unnusta sínum Davíð Þórólfssyni og dóttir þeirra Kristínu Hebu , fædd í apríl 2014. Í september 2015 fjárfestu þau í íbúð sem hefur síðan þá verið rifin niður í fokhelt og vinna þau nú hörðum höndum að því að byggja upp drauma heimilið. Hennar helstu áhugamál eru uppeldi ,heimili og hönnun og ferðalög til fjarlægra landa.