NóNa sett – Húfa & hringtrefill

NóNa sett – Húfa & hringtrefill

Í haust var dóttir mín svo heppin að fá gjöf frá íslenska merkinu Nóna. Nóna framleiðir handgerðar prjónavörur úr einstaklega mjúkri og góðri merino ull.

Merkið er alltaf að stækka og nýjar vörur að bætast í vöruúrvalið þeirra. Litirnir eru hver öðrum fallegri enda veit ég að framleiðandinn leggur mikinn metnað að velja þá vel.

Húfurnar koma með eða án reima og hægt er að velja á milli þess að hafa einn eða tvo dúska á þeim. Við fengum bleika húfu með einum dúsk og hringtrefil í stíl.
Mér persónulega finnast lambúshettur ekkert sérstaklega falleg fyrirbæri svo þetta sett frá Nóna er mikið notað og góð tilfinning að vita af því að barninu mínu verður hvorki kalt á eyrunum né það blæs í hálsinn á henni.

 

Dóttir mín er búin að nota vörurnar nánast daglega frá því í haust og það sést ekkert á þeim. Ekkert hnökraðar og engir lausir endar eða neitt. Ég gæti ekki verið ánægðari með þessar vörur og þær fá öll mín meðmæli.

 

Hérna geturðu skoðað meira af vörunum frá NóNa.

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku