No bake – hnetusmjör hafraklattar

No bake – hnetusmjör hafraklattar

 

 

Þessa klatta hef ég gert nokkrum sinnum og alltaf eru þeir jafn vinsælir á mínu heimili og gott að eiga í frysti.

120gr. Smjör
4 dl. Sykur
100 ml. Mjólk
4 msk. Kakó
1 dl. Hnetusmjör (creamy)
1 tsk. Vanilludropar
6 1/2 dl. Gróft haframjöl
Hvítt súkkulaði og sjávarsalt til skreytinga

Aðferð:

  1. Smjör, sykur, mjólk og kakó sett í pott. Leyft að sjóða í ca. 1 mín.
  2. Hnetusmjöri og vanilludropum hrært saman við.
  3. Blöndunni hellt yfir haframjölið og hrært vel saman.
  4. Sett á bökunarpappír í mót og inn í frysti í 10-15 mín.
  5. Tekið úr frysti og skreytt með hvítusúkkulaði, sjávarsalti stráð yfir. Sett aftur í frysti í 10-15 mín.

Ath. Geymist í kæli eða frysti. 

Þið getið fylgst með mér á snappinu:

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 28 ára, trúlofuð Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi 1 árs og Ösku 5 ára labrador tík. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög og eyða tíma með fjölskyldunni.