New in: Urban Decay HEAT!

New in: Urban Decay HEAT!

Ég fékk ótrúlega óvæntan og skemmtilegan pakka í síðustu viku og varð mjög spennt þegar ég opnaði hann! Í honum var bréf sem gaf mér smá vísbendingu, sterkt snakk,sælgæti og fleira sem gaf mér ennþá betri vísbendingar um hvað myndi leynast á botninum..

Jú, langþráða og dásamlega fallega HEAT pallettan frá Urban Decay!!

Pallettan er eins dásamleg og ég hafði ímyndað mér og eiginlega bara miklu flottari en ég átti von á, þetta er fyrsta pallettan sem ég eignast frá merkinu en eins og ég hef bloggað áður um (sjá hér) þá elska ég vörurnar frá UD og geggjað að geta bætt þessari í safnið 🙂

Eruð þið að sjá þessa fegurð?!?

Pallettan lenti í Smáralind í gær og ég myndi hafa hraðar hendur!

Þið finnið Ynjur bæði á Snapchat og Instragram undir notendanafninu Ynjur.is

 

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.