New in: Lancome Génefique light pearl eye mask

New in: Lancome Génefique light pearl eye mask

Það er langt síðan ég hef verið svona spennt að prófa nýja snyrtivöru! Ég elska sheet-maska og maskar fyrir augnsvæðið eru í miklu uppáhaldi.
Lancóme var að koma með nýja vöru á markað sem ég var svo lukkuleg að fá kassa af til að prófa. Eftir mikil ferðalög síðustu daga og lítinn svefn var gjöfin svo innilega kærkomin og ég gat ekki beðið með að prófa!

Advanced génefique light pearl eye mask
Maskinn dregur úr þrota og birtir upp augnsvæðið ásamt því að gefa mikla næringu og draga þannig úr fínum línum.
Í hverjum kassa koma sex pakkar af möskum og fyrir mestann ávinning er mælt með að nota maskann tvisvar í viku.

Bréfin sem lögð eru á augun liggja í serumi sem innihalda m.a. koffín sem er þekkt fyrir að draga úr þrota. Serumið er gelkennt og fer fljótt inní húðina og maskinn þarf einungis að sitja á í 10mínútur.
Fullkominn maski til að skella á sig fyrir gott tilefni og minnka klassísku “mömmu”baugana!

Mín upplifun: Um leið og ég setti maskann á fann ég hvað hann kældi mikið, það var mikið magn af serumi og auðvelt að leggja maskann á og hann færðist ekkert til. Ég hafði maskann á í uþb 30mínutur og “dúmpaði” seruminu sem lá á húðinni eftir að ég tók bréfin af inní húðina. Morguninn eftir var húðin mjúk og nærð og virknin ennþá í topp!
Pro tip: Hreinsið serumið sem liggur eftir í umbúðunum með hreinum bursta og berið á augabrúnabeinið og niður á kinnbein.

Ég vona að myndirnar nái að sýna hversu bjart svæðið er undir augunum þar sem maskinn sat. Ég var í sjokki yfir muninum og hlakka mikið til að sjá virknina eftir þau sex skipti sem kassinn inniheldur!
Ég hef notað Génefique augnkremið og verið virkilega ánægð með það og þessi maski er frábær viðbót við línuna.

 

Instagram: astahermanns

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.