New in: ICanIWill íþróttaföt!

New in: ICanIWill íþróttaföt!

Ég reyni að setja mér markmið í hverjum mánuði tengd heilsunni. Fyrir nóvember var það að mæta 2x í viku í líkamsræktina kl 06 að morgni (sem ég hef ekki gert í mörg ár), halda mig við nýja prógrammið frá Sigurjóni Erni og mæta á hlaupaæfingar!
Ég vel mér verðlaun fyrirfram og í þetta sinn var það að bæta í íþróttafataskápinn minn 🙂

Ég átti kannski ekki skilið að velja mér fjórar flíkur EN þið vitið hvernig þetta endar þegar maður byrjar! Ég átti afsláttarkóða hjá Wodbúð og þá var ég líka að græða svo mikið 😉

Ég er mjög spes þegar kemur að íþróttafötum, sérstaklega buxum og á mjög erfitt með að finna mér buxur sem henta! Ég ákvað að taka sénsinn og panta mér frá merki sem ég hef aldrei prófað áður en verslunin bíður uppá að senda til baka ef varan passar manni ekki.

ICIW seamless high waist black:

Það tók mig nokkur skipti að venjast efninu í buxunum en það er ekki þetta hefðbundna glansandi íþróttabuxnaefni. Efnið er aðeins stamara og þykkara en ég er vön, en núna elska ég það! Eins og nafnið gefur til kynna eru engir saumar á buxunum sem mér finnst ótrúlega gott, þær eru háar upp, renna ekki niður og netið á þeim gefur þeim skemmtilegt “tvist”.
Ég nota þessar meira til að hlaupa í heldur en æfa, einfaldlega vegna þess að ég er að leggjast í gólfið og rúlla grófri lyfingarstöng eftir fótleggjunum og vil ekki “rispa” buxurnar 🙂 Ég tók stærð Medium og þær smellpassa.
HÉR má skoða buxurnar betur!

 

ICIW shapetights:

Ég ELSKA þessar!!
Þessar buxur nota ég hiklaust í Crossfitið, þær eru úr efni sem er frekar sleipt og mjög þægilegt að vera í þeim. Þær eru með reim í mittinu, þær haldast á sínum stað, eru háar upp og styðja vel við mann (sem að ég sem kona með “dass” af appelsínuhúð elskar).
Litinn er ég líka að fíla mjög vel, sem er að koma mér á óvart! Yfirleitt vil ég svartar buxur og ekkert annað en þessi blái litur er mjög fallegur. Í þessum buxum tók ég stærð Large og þær eru örlítið víðar neðst á ökklum en passa að öðru leiti 100%.
HÉR má skoða buxurnar betur!

 

Reebok hero strong bra:
Ég þarf íþróttatopp með góðum stuðningi, bæði af því að ég er með brjóst í stærri kantinum og vegna þess að í crossfit er töluvert um hopp og læti!
Ég hef hingað til ekki horft á útlitið þegar ég vel mér topp, heldur eingöngu á notagildið en ákvað að velja aðeins meira með auganu núna og ég varð ekki svikin.
Toppurinn er bæði mjög fallegur en hann gefur líka stuðninginn sem ég þar. Það eina sem ég get sett útá hann fyrir mig persónulega er að ég þurfti að taka stærð Large til að hann passi yfir brjóstin en mjóu böndin eru aðeins of löng og þar hefði Medium sennilega smellpassað. Ég leysti það á mjög auðveldann hátt með að stytta böndin sjálf í saumavél og núna smellpassar hann.
HÉR má skoða toppinn betur!

 

ICIW perform black:

Mér finnst langbest að æfa í víðum hlýrabolum, ég þoli ekki að hafa boli “sleikta” utan á mér og hentar þessi bolur mér því fullkomlega! Hann er ekki of fleginn, böndin á honum eru staðsett þannig að þau hvorki trufla mig þegar ég er með stöng á bakinu eða leka til hliðar þegar ég hreyfi mig.
Ég á pottþétt eftir að fá mér annan svona en þessi hefur verið annað hvort í notkun eða þvotti síðan ég keypti mér hann!
HÉR má skoða bolinn betur.

 

 

Næst langar mig að prófa eitthvað frá Aim’n merkinu sem Wodbúð selur fyrst að þetta gekk svona ótrúlega vel! 
Óskalistinn er orðinn langur og ég mæli svo sannarlega með að kíkja annað hvort til þeirra í Skeifuna eða gera eins og ég, versla heima á netinu og fá sent heim 🙂

 

HÉR má skoða Facebook síðu Wodbúð-ar
HÉR er heimasíða Wodbúð-ar

 

 

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.