New in: BARA sportswear

New in: BARA sportswear

Færslan er ekki kostuð. Höfundur keypti sér vörurnar sjálf

Ég er í stöðugri leit að hinum fullkomnu æfingarbuxum, hef prófað margar týpur og merki og það endar yfirleitt með að ég skiptist á að nota 2-3 týpur og allar hinar sem ég á eru auka eða notaðar í hálfgerri neyð.

Ég stunda Crossfit og númer 1,2 og uppí 100 mega buxurnar ekki vera gegnsæjar! Ég veit ekkert verra en buxur sem eru ekki “squat prooved” og maður er nógu meðvitaður um sjálfa sig á miðri æfingu að þurfa ekki að spá í hvort allir séu að horfa á nærbuxurnar manns sem skína í gegn.

EN…

Að máli málanna, ég held grínlaust að ég hafi fundið buxurnar sem ég hef leitað sem lengst að og það besta er að ég rakst á þær fyrir algjöra tilviljun!
BARA Sportswear heitir merkið og er flutt inn af AusturStore sem er staðsett í Crossfit Austur á Egilsstöðum!
Fyrir það fyrsta þá eru buxurnar ekkert gegnsæjar, EKKERT! Þær eru mjög mjúkar en halda vel við, háar í mittið með breiðum streng sem rennur ekkert niður á miðri æfingu. Ég er 170cm á hæð og þær eru vel síðar á mig sem þýðir að þær sem eru hærri geta líka notað þær en ég toga mínar bara aðeins til svo að minni stelpur myndu “púlla” þær vel líka 🙂

Ég tók mínar í stærð Medium og þær smellpassa!
HÉR
má skoða buxurnar betur og sjá fleiri týpur. Þær kosta 7990 krónur!

Ég tók líka íþróttatopp með og eina ástæðan fyrir að ég valdi hann var hversu ótrúlega fallegur hann er í bakið, hugsaði þá bara að ef hann myndi ekki halda brjóstunum á mér inni þá væri hann bara hnébeygjutoppur sem ég myndi nota þegar ég ætlaði ekkert að hoppa eða hamast 🙂
Viti menn!
Fullkominn!

Toppinn tók ég í stærð Large!
HÉR má skoða toppinn betur og fleiri liti/útgáfur. Hann kostar litlar 4490krónur!

Ég get ekki mælt nógu mikið með þessum fötum og er strax komin með óskalista fyrir næstu pöntun sem verður gerð um leið og ég næ fyrsta heilsumarkmiði ársins 🙂

Endilega kíkið á vefverslunina hjá AusturStore og skoðið úrvalið, kom mér skemmtilega á óvart og ég hafði ekki hugmynd um þessa verslun áður en ég rambaði inná hana í einhverju Crossfit gúggli fyrir jól!
HÉR er beinn hlekkur á verslunina.

 

Ég er á Instagram og Snapchat, velkomið að fylgja mér á báðum stöðum!
Instagram: astahermanns
Snapchat: Astah84

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.