Náttljós frá Zzzoolight

Náttljós frá Zzzoolight

Ljósið fékk ég að gjöf

Mig hafði lengið langað að kaupa náttljós í herbergið hjá Ríkharð Val en bara aldrei komið því í verk. Ég var komin með nóg af ljósinu sem hann fékk í gjöf frá bankanum því hvorki var það fallegt né hentugt (þurfti að hengja á vegg).

Ég tók smá kipp þegar ég fékk svo póst frá nýrri vefverslun Kreo.is um hvort að ég vildi velja mér náttljós frá Zzzoolight!
Ég fékk ljósið í hendurnar í síðustu viku og sýndi á Snapchat (ynjur.is) þegar ég setti ljósið saman, það var smá föndur en ekkert sem ekki er hægt að ráða auðveldlega við og mér fannst mjög skemmtilegt að sjá ljósið verða til.

20161201_185135

20161201_185113

Ljósið hefur tvær stillingar, sú daufari er fullkomin kvöldstilling og við notum þá sterkari þegar við lesum og leikum.
Ljósið er úr hvítu harðplasti og til í ýmsum útgáfum, bæði á vegg og borð.
Ég valdi fíl til að setja í herbergið hans Ríkharðs Vals og við erum himinlifandi með útkomuna 🙂

Ljósið kostar 11.990kr og fæst í vefversluninni Kreo.
Facebook síðu þeirra má skoða HÉR

Vefverslunina og ljósið sem ég valdi má skoða HÉR 

Takk fyrir okkur Kreo!

undirskriftasta

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.