Naglalökkin fékk höfundur að gjöf óháð umfjöllun
Naglalökkin frá Nailberry eru frekar nýleg á markaði hér á Íslandi en hafa slegið í gegn!
Þau eru í hæsta gæðaflokki, hafa unnið til margra verðlauna m.a. fyrir L’Oxygéne sem skilar sér í heilbrigðari og fallegri nöglum þrátt fyrir mikla og endurtekna lökkun.
Sonia, stofnandi Nailberry byrjaði með “high-end” naglabar í Chelsea hverfinu í London sem stækkaði fljótt í það merki sem það er í dag.
Ég valdi mér þessa þrjá gullfallegu liti.
Peace-Honesty-Rouge
Lökkin eru vegan, cruelty free, 12free (laus við 12 kemísk innihaldsefni),breathable/oxygenated (lökkin eru gerð þannig að vatn og önnur nauðsynleg efni fyrir nöglina fara í gegnum lakkið og þannig helst nöglin og naglbeðið heilbrigt), háglans og mjög endingargóð.
Burstinn er breiður og með mjög fíngerðum hárum þannig að engar línur myndast í lakkið þegar það er borið á nöglina, mikill kostur!
Djúpur hárauður litur, fullkominn fyrir hátíðarnar framundan!
Ég setti tvær þunnar umferðir.
Góð ráð fyrir fallegri og endingarbetri lökkun:
Ýta naglaböndum upp og snyrta ef þarf
Fituhreinsa neglurnar fyrir lökkun
Nota undir-/yfirlakk
Lakka tvær þunnar umferðir, ekki bíða með að lakka milli umferða
Nota fáar en þéttar strokur (3 á allar neglur nema þumal, 4-5 strokur á þumal) sem ná frá naglbeði að enda naglar.
“Dry and Dash” svo að lakkið þorni fljótt
Lökkin fást m.a. í Hagkaup, og beautybox.is
-Ásta-