Næst á dagskrá: Brúðkaup og kort

Næst á dagskrá: Brúðkaup og kort

Nú höfum við Atli loks tekið ákvörðun um hvenar brúðkaupið okkar verður. Við ætluðum að fresta því fram á næsta sumar en fannst síðan tilvalinhugmynd að halda það í vetur. Við höfum 5 mánuði í undirbúning og þess vegna verður nóg að gera hjá okkur á næstunni.

Núna næstu mánuði ætla ég að vera dugleg að deila með ykkur allskonar hugmyndum tengdum brúðkaupinu sem vonandi geta hjálpað ykkur að plana ykkar veislu hvort sem að það er brúðkaup eða eitthvað annað.

Ég ætla að byrja á því að deila með ykkur hugmyndum af fallegum boðskortum. Ég á mjög erfitt með að velja því það eru til svo mörg falleg. Ég hlakka til að byrja að föndra mín kort fljótlega.

Ég fékk myndirnar lánaðar af Pinterest, en þar er að finna endalaust af hugmyndum.Það er sennilega auðvelt að sjá hvaða þema ég hallast meira að þegar kemur að boðkortunum, rustic og blúndur finnst mér ofsalega fallegt.

Ég verð dugleg að leyfa ykkur að fylgjast með á snappinu hjá ynjur.is þannig endilega kíkið við 🙂

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.