Myndataka á meðgöngunni

Myndataka á meðgöngunni

Þann 11. mars sl. eignaðist ég lítinn dreng sem var ekki áætlaður í heiminn fyrr en 23. mars. Þegar ég var gengin 36 vikur fór ég í bumbumyndatöku til hennar Þórdísar hjá Björtum börnum. Við fjölskyldan höfum farið til hennar tvisvar sinnum áður í myndatöku, fyrst fyrir 3 árum þegar ég var ólétt af miðju stelpunni og svo fórum við í fjölskyldumyndatöku fyrir 2 árum. Ég stefni svo að því að fara aftur til hennar í haust þegar nýjasti fjölskyldumeðlimurinn er orðinn aðeins eldri og fá þá skemmtilegar myndir af þeim systkinum.

 

Mig langar að deilda með ykkur mínum uppáhalds myndum úr myndatökunni. Upphaflega ætluðum við að vera úti en þar sem veðrið var ekki búið að vera upp á marga fiska, enda febrúar einstaklega leiðinlegur veðurlega séð, ákváðum við að vera bara heima hjá mér og notast við dagsbirtuna, en stofan hjá mér er með ca 3,5 metra breiðan glugga sem hentaði mjög vel þar sem ég vildi hafa náttúrulega lýsingu.

 

Mér finnst dásamlegt að eiga svona fallegar myndir af þessa góða tímabili sem meðgangan er.

 

© Ásdís Geirsdóttir
© Ásdís Geirsdóttir
© Ásdís Geirsdóttir
© Ásdís Geirsdóttir
© Ásdís Geirsdóttir
© Ásdís Geirsdóttir
© Ásdís Geirsdóttir
© Ásdís Geirsdóttir

Fína fjölskyldan mín…

© Ásdís Geirsdóttir

…og núna erum við fimm!

 

Instagram: asdisgeirs

Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er 30 ára, í sambúð með Alberti og saman eiga þau þrjú börn. Ásdís er íslenskufræðingur að mennt og starfar í leikskóla og í Fífu barnavöruverslun. Hún hefur áhuga á öllu sem tengist handavinnu, uppeldi barna, ljósmyndun, bakstri og heimilinu - eins og sjá má á hönnun hennar Rammagull og RÓ.