Monsieur Big // Lancome

Monsieur Big // Lancome

Varan var send sem gjöf óháð umfjöllun

Ég hef alltaf verið aðdáandi Lancóme maskaranna og prófað þá alla held ég! Ég hef oft talað um á Snapchat (ynjur.is) um aðdáun mína á Grandiose extreme maskaranum og búin að fara í gegnum þá nokkra.
Ég fékk senda fallega gjöf fyrr í sumar með nýjum maskara frá merkinu, Monsieur Big ásamt augabrúnablýanti í sömu línu. Ég geymdi hann lengi vel bara niðrí skúffu og var smá treg að prófa.

Það tók mig nokkur skipti að venjast honum, eins og reyndar mjög oft með nýja maskara. Hann var svolítið blautur og þungur til að byrja með en eftir fyrstu dagana þá komst ég upp á lagið með hann og VÁ VÁ VÁ! Hann er hrein dásemd! Kolsvartur, burstinn nær vel að rótinni og það kemur ekki of mikið úr honum í einu. Ég þarf alltaf að bretta augnhárin og hann þyngir augnhárin alls ekki mikið, hann lengir þau verulega og þykkir að sjálfsögðu líka. Hann endist vel á yfir daginn, molnar ekki en samt auðvelt að ná honum af.

Augabrúnablýanturinn er ekki eins og neinn annar sem ég hef prófað! Hann er bæði mýkri og breiðari en ég hef áður kynnst. Ég er að eðlisfari með frekar mjóar augabrúnir (þakka tískunni árið 1999 pent fyrir það) og þess vegna hentar hann mér best til að fylla inní eftir að ég hef mótað þær. Þá daga sem ég nenni ekki að móta þær vel er hann fullkominn til þess að skerpa á þeim og fylla inní þar sem vantar án þess að móta þær 100%. Liturinn er fallega brúnn, ekki of sterkur og burstinn á hinum endanum er mjög góður til að dreifa betur úr litnum og dempa hann ef maður fer of geyst í að nota hann!

Ég get svo sannarlega mælt með línunni en hún inniheldur einnig blautann eyeliner sem hefur fengið topp dóma 🙂

 

 

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.