Missti 60 kg – nýr maður 

Missti 60 kg – nýr maður 

Missti 60 kg – nýr maður 

Ég kynntist Mikael Þorsteinssyni gegnum facebook 2009 og við töluðum saman í gegnum facebook soldið flirt í gang á þeim tíma gegnum spjallið og ákvaðum svo að hittast, en þarna voru tveir einstaklingar bæði of þung og andlega hvorugt á góðum stað, þannig leiðir okkar skyldust frekar fljót.

 

 Svo var ég að renna yfir facebook fyrir nokkrum mánuðum og sé fyrir og eftir mynd af manni sem ég kannast við en kannaðist nú bara við manninn á fyrir myndinni og svo mundi ég eftir honum og þar sem hann er búinn að missa nánast það sama og ég í kg og á svipuðum tíma fannst mér þetta ótrúlega skemmtileg tilviljun og sendi á hann skilaboð á facebook og óskaði honum til hamingju með magnaðan árangur og út frá því hefur orðið góð vinátta og stundum er gott að ræða við eithvern sem er að ganga í gegnum það sama og þú, aðlagast nýjum líkama og breyttum lífsstíl.

 

Mér finnst líka gaman að heyra af árangussögum oghvað þær eru ólíkar, við t.d erum bæði að æfa í reebok, en erum með mjög ólíkar æfingar rútínur og matar. En bæði höfum við fundið leið til að ná árangri bara á sitthvorn háttinn, því þetta er svo einstaklings miðað. En ég settist niður með Mikael og fékk að spurja nokkrar spurningar.

 

Hvað varð til að þú breyttir um lífsstíl?

Þegar ég varð þrítugur fór ég að líta yfir fortíðina og sá ekkert nema þunglyndi, óhollustu og áfengisneyslu til að deyfa tilfinningar. Var kominn algjörlega á botninn og tók þá ákvörðun að skrá mig í Reebok Fitness og reyna á þetta. Eftir það var ekki aftur snúið og andleg og líkamleg heilsa breyttist hratt.

 

Fórstu til þjálfara eða ertu hjá þjálfara?

Nei. Tók þá ákvörðun strax að ég vildi gera þetta sjálfur á eigin forsendum en fer nánast eingöngu í hóptíma þar sem ég hef fengið mikla hvatningu og aðhald frá þjálfurum Reebok.

 

Hvernig matarplani ertu að fylgja?

Ég fylgi í raun ekki matarplani. Ég reyni að forðast hveiti og sykur eins og ég get og borða mikið af hreinum afurðum eins og fisk, kjúkling og kjöt. Reyni að borða eins mikið af grænu fæði og ég get með. Hef aldrei farið út í öfgar með matarræðið og leyfi mér einstaka svindlmáltíð og leyfi mér að njóta hennar.

 

Hvaða hreyfing hefur hjálpað þér mest?

Hóptímarnir hjá Reebok Fitness hafa hjálpað mér hvað mest. Man fyrst að ég komst varla í gegnum hálfa æfingu án þess að verða óglatt. En í dag fer ég mjög reglulega á 2-3 æfingar á dag. Þá notast ég mikið við styrktaræfingar og fer einnig í HIIT tíma (high intensitiy interval training) sem byggir á mjög snörpum lotum í stuttan tíma til að ná brennslunni alveg í topp.

 

Hvernig líður þér sem nýja útgáfan af sjálfum þér?

Mér líður alveg frábærlega bæði andlega og líkamlega. Er laus við sykursýki 2, laus við of háan blóðþrýsting, laus við verki í liðum og baki, sef betur og hef meiri metnað fyrir lífinu og sjálfstraust. Þetta helst allt í hendur.

 

Hvaða ráð gefur þú öðrum?

Byrja. Það er númer 1,2 og 3. Að fara í ræktina. Að borða hollan mat. Það er mesta hindrunin að byrja á hlutunum. Og þetta ER hægt. Sama hvort þú ert að reyna að grenna þig, styrkja þig, losna við verki og fleira. Þetta er erfitt og þetta tekur tíma. Og með tíma, þá meina ég tíma í árum talið. Það er engin skyndilausn til.

 

Hvað hefur breyst í daglegu lífi?

Allt er auðveldara. Ég legg meiri metnað í starfið mitt.Öll hreyfing er auðveldari. Jafnvel að halda á matarpokanum úr Bónus og að reima skóna er þægilegra. Hef öðlast þekkingu á líkamsrækt og heilsusamlegu fæði í gegnum það sem ég er að gera. Sem kannski skýrir út hvers vegna ég er að læra einkaþjálfun.

 

Mæli með að fylgja Mikael á instagram  –  mikaelth86

 

Facebook Comments