Í miklu uppáhaldi: Urban Decay primer

Í miklu uppáhaldi: Urban Decay primer

Færslan er ekki kostuð og höfundur keypti sér vöruna sjálfur

 

Þegar ég fór á Imats í London fyrr í sumar var bókstaflega mokað í pokana nýjum snyrtivörum og hömlurnar voru svo gott sem engar!
Ég var samt ótrúlega lunkin (þó ég segi sjálf frá) og nánast allt sem ég keypti mér er ég að nota, og nota mikið og mun pottþétt blogga meira um þær vörur síðar.

 

Það eru tvær vörur sem standa algjörlega uppúr og önnur þeirra er til umfjöllunar hér, það er andlitsprimer frá Urban Decay sem ég ætla bara að leyfa mér að kalla besta primer í heimi!

Primerinn heitir Self Adjusting Complexion Primer og er himnasending!
Eins og nafnið gefur til kynna er primerinn gerður til þess að jafna húðlit,draga úr litablettum og ójöfnum húðlit ásamt því að kalla fram “soft focus” á húðina og að sjálfsögðu að farðinn endist lengur á húðinni.
Það þarf ótrúlega lítið af honum og hann minnkar roðann minn mjög mikið og ef ég gleymi eða gef mér ekki tíma fyrir þetta skref á morgnana finn ég það strax! Farðinn endist mun styttra og roðinn kemur fljótt í gegnum farðann.
Gallinn er kannski helst sá að kremvörur sem fara á húðina á undan primernum verða að fá smá tíma til að fara inn í húðina, annars finnst mér primerinn ekki ná að setjast almennilega og liggja ofan á kreminu sem er undir og þá verður áferðin á farðanum ekki nógu góð.

Merkið er með þrjá aðra primera í sömu “línu” með mismunandi hlutverk og virkni. Ég mæli klárlega með að þið kíkið í Smáralindina og skoðið úrvalið, ótrúlega góðir og ef ég þekki Urban rétt þá er verðið vel samkeppnishæft við erlendann markað 🙂

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.