Miklar framkvæmdir á eldhúsi

Miklar framkvæmdir á eldhúsi

Á síðasta ári stóðum við í ströngu við framkvæmdir á heimilinu og maður lifandi hvað ég mun ekki gera það aftur!

Þessar miklu framkvæmdir gerðum við búandi á heimilinu í ryk og skít, í marga mánuði og geðheilsan eftir því. Ekki góð 😉

Þetta er að sjálfsögðu allt hverrar krónu virði og allt erfiðið algjörlega gleymt og grafið (eða svona næstum því amk).

Mig langaði að sýna ykkur nokkrar myndir af eldhúsinu eftir að framkvæmdum lauk, en það vekur alltaf athygli þegar ég er að sýna á Snapchat (ynjur.is) eða brot af því sést á myndum.

Neðst mun ég svo lista upp hvar allt var fengið, en ég tek það skýrt fram að ekkert af þessu var fengið að gjöf og um einkaframkvæmdir að ræða með öllu ókostaðar!

Þessi mynd birtist á Instagram fyrir löngu síðan og sýnir eldhúsið eins og það var áður en við byrjuðum að rífaniður og aðeins frá framkvæmdum í miðju kafi! Eldhúsið var síðan árið 1964, upprunalegt með öllu og aaaaalgjörlega komið á tíma 🙂

Við erum ótrúlega ánægð með lokaútkomuna en við fengum innanhúsarkitekta frá SS Byggir sem hannaði innréttinguna fyrir okkur til að aðstoða okkur við hönnunina. Ég vildi upphaflega fá eyju í mitt eldhúsið en það hefði kostað gríðarlegt pláss sem ég á endanum samþykkti að fórna ekki.
Við höfðum búið í húsinu í tvö ár fyrir þessar framkvæmdir og við vorum nokkuð föst á skoðunum okkar um hvernig við vildum hafa þetta.

Engir efri skápar, stór vinnu/búrskápur, ofn í vinnuhæð, hvítt og nóg vinnupláss!

Við völdum að hafa engar höldur svo að sonur okkar væri ekki sífellt að reka hausinn í þær, hæglokandi skúffur og skápar og gler bakvið eldavél og uppá vegg í staðin fyrir flísar.

Hvar fékk ég hvað?

Innrétting og borðplata: SS Byggir Akureyri
Tæki: Heimilistæki

Barstólar: Willamia Garðatorgi
Koparljós og kastarar: Lýsing og hönnun

Gler á vegg: Glerborg

Marmarabakki: Interia

Matur veggspjald: Rammagull

Myndir á vegg: Literal street art

Gólfefni: Parketflísar úr Byko

Við vorum ótrúlega ánægð með þjónustu þessara fyrirtækja og þau fá hrós fyrir aðstoð í gegnum síma við okkur útá landi! Ég sendi t.d. Lýsingu og hönnun myndir af eldhúsinu og fékk ráðleggingar um hvaða ljós kæmu best út, Glerborg var ekkert nema almennilegheitin og sendu mér myndir af litum og fleiru!

Mínar ráðleggingar til ykkar sem ætlið að hella ykkur í framkvæmdir eru helst þær að vera með ykkar hugmyndir á blaði, skoða nógu mikið áður en þið byrjið, límið stærð innréttingar á gólfflöt til að sjá stærðina betur fyrir ykkur (hjálpaði mér helling) og fáið aðstoð fagfólks áður en þið byrjið!

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.