Matseðill vikuna 11.-18. febrúar

Matseðill vikuna 11.-18. febrúar

Síðan eftir áramót ákváðum við að byrja aftur að gera matseðla fyrir hverja viku, það einhvernveginn er svo gott að versla fyrir alla vikuna í einu og sparar helling að vera ekki alltaf að fara í búð. Ég ætla að deila með ykkur okkar matseðli.

Mánudagur
Grilluð bleikja með salati, steiktum karteflum og smjör soja sósu

Þriðjudagur
Kjúklinga stoganoff – við (lesist sem Atli) höfum gert þennan rétt áður og notast við þessa uppskrift. Mæli með að þið prófið!

Miðvikudagur
Snarl- Það er alltaf snarl hjá okkur að minnsta kosti einu sinni í viku, þá eru borðaðir afgangar úr ísskápnum eða við spælum okkur egg.

Fimmtudagur
Fiski Tacos að hætti Evu Laufeyjar- Mæli með að þið prófið, er svo sjúklega gott! Uppskriftina finnið þið hér.

Föstudagur
Heimagerð pizza- Á föstudögum er alltaf heimagerð pizza, Anna Hrafnhildur elskar að fá að fletja út sína eigin pizzu og setja á hana, þetta er svo yndisleg fjölskyldustund þar sem allir hjálpast að.

Laugardagur
Auðvelda Spagetti Carbonara – Uppskrift hér

Sunnudagur
Take away sunnudagur

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.