Síðan eftir áramót ákváðum við að byrja aftur að gera matseðla fyrir hverja viku, það einhvernveginn er svo gott að versla fyrir alla vikuna í einu og sparar helling að vera ekki alltaf að fara í búð. Ég ætla að deila með ykkur okkar matseðli.
Mánudagur
Grilluð bleikja með salati, steiktum karteflum og smjör soja sósu
Þriðjudagur
Kjúklinga stoganoff – við (lesist sem Atli) höfum gert þennan rétt áður og notast við þessa uppskrift. Mæli með að þið prófið!
Miðvikudagur
Snarl- Það er alltaf snarl hjá okkur að minnsta kosti einu sinni í viku, þá eru borðaðir afgangar úr ísskápnum eða við spælum okkur egg.
Fimmtudagur
Fiski Tacos að hætti Evu Laufeyjar- Mæli með að þið prófið, er svo sjúklega gott! Uppskriftina finnið þið hér.

Föstudagur
Heimagerð pizza- Á föstudögum er alltaf heimagerð pizza, Anna Hrafnhildur elskar að fá að fletja út sína eigin pizzu og setja á hana, þetta er svo yndisleg fjölskyldustund þar sem allir hjálpast að.
Laugardagur
Auðvelda Spagetti Carbonara – Uppskrift hér

Sunnudagur
Take away sunnudagur
