Mars favorites!

Mars favorites!

Loksins sest ég niður og set niðrá “blað” uppáhalds vörurnar mínar fyrir mars mánuð. Eins og alltaf eru þarna vörur sem hafa verið áður í bland við eitthvað nýtt!

Ástæðan fyrir því að ég dreif þetta inná síðuna okkar í dag er miðnæturopnun Kringlunnar og flest merkin bjóða uppá góða afslætti í kvöld og kaupauka þegar verslað er, og það aldrei verra 😉

Clinique city block purifying cleansing gel: Alhliða hversdags hreinsir sem hentar öllum húðgerðum. Hann er kolsvartur á litinn og ótrúlega skemmtilegt að nota hann, ilmurinn er sérstakur en venst ótrúlega vel, hann freyðir og er mjög drjúgur. Þessi er fullkominn í skápinn fyrir bæði kynin!

YSL The shock maskari: Lengir og þykkir! Dramatískur maskari fyrir þær sem vilja stór og mikil augnhár. Frekar blautur í sér og auðvelt að bæta á hann.

Lancóme La nuit Tresor ilmvatn: Ég er ástfangin af þessum ilm! Ég fæ yfirleitt komment á það hvað ég ilmi vel þegar ég er með hann á mér, passlega þungur en um leið ótrúlega ferskur! Mæli með að þefa af honum í næstu bæjarferð 🙂

Clinique city block purifying charcoal clay mask+scrub: Þessi maski er með þeim öflugri sem ég hef prófað! Hann hentar því þeim allra viðkvæmustu ekki en aðrar húðtýpur eru öryggar með þennan. Hann þarf ekki að bíða nema í max 5mínútur og svo er hann skrúbbaður af með vatni og er því tvær vörur í einni; skrúbbur og maski!

Glamglow Dreamduo: Eitt orð VÁ!!! Ef þú ert með þurra húð þá er þetta vara sem þú verður að eignast og ekkert meira um það að segja 😀

Lancóme Teint idol ultra wear cushion farði: Mattur farði sem þekur mjög vel! Kemur í öskju og hægt að kaupa áfyllingu. Hann er ótúlega múkur, endist vel og eini gallinn er að mér finnst hann ilma undarlega, en hann rýkur um leið og farðinn er kominn á 🙂

Biotherm eau micellare: Minn uppáhalds “letingi”! Tekur allan farða af og fullkomið að nota hann áður en hreinsir er settur á húðina og ef maður er extra latur og nennir ekki að þrífa húðina 😉

L.A girl Shady slim brow pencil: Frábær augabrúnablýantur með mjög mjóum oddi og þannig auðveldara að móta brúnirnar! Ekki skemmir fyrir að hann er fáránlega ódýr og það er greiða á öðrum endanum til að auðvelda verkið enn frekar 🙂

Happy shopping!

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.