Marengs bingó-kúlu bomba

Marengs bingó-kúlu bomba

Ég elska marengs, sérstaklega rice krispies, það er hægt að gera allt mögulegt með góðum marengs.

Ég ætla að deila með ykkur minni uppáhalds.

Rice krispies marengs: 

6 stk. Eggjahvítur
3 dl. Sykur
1,5 dl. Púðusykur
4,5 bollar Rice Krispies

1. Sykur, púðusykur og eggjahvítur stífþeytt.
2.Rice krispies blandað varlega saman við.
3. Ég nota venjulega matardiska til þess að strika hringi á bökunarpappír og fylli svo upp í hringinn með marengs.
4. Bakað við 130° í 65 mín. (með viftu)

Bingó-kúlu krem:
1 poki Bingó-kúlur
100gr. Súkkulaði
60ml. Mjólk

1. Allt sett saman í pott og hitað á vægum hita.
Gott að leyfa þessu að standa á borði meðan kakan er sett saman.

Rjómafylling:
500ml. Rjómi
Bláber og jarðaber (skorin)
Lakkrískurl

1.Rjóminn þeyttur, berjum og lakkrískurli blandað varlega saman við.

Mæli með að þið prófið þessa, hún er alveg geggjuð!

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.