Make over – Dúkkuhús

Make over – Dúkkuhús

Ég fer reglulega í fjársjóðsleit í Góða hirðinn. Í einni ferðinni þangað rakst ég á dúkkuhús sem ég keypti á 1500 krónur en hafði ekki tíma til að gera neitt með það strax svo það endaði í geymslunni.
Um daginn dró ég það svo fram og gaf því nýtt líf. Ég sýndi frá ferlinu á instastory eins og ég geri reglulega þegar ég er að dunda mér í svona verkefnum. Endilega fylgið mér þar, undir @bara_87

Litirnir eru úr Slippfélaginu og heita “Brynjubleikur” og “Paradís”.

Hérna koma svo “fyrir” og “eftir” myndir af húsinu.

 

FYRIR:

Í VINNSLU:

EFTIR:

Get ekki annað en mælt með því að kíkja í Góða hirðinn stundum, það er svo gaman að gefa gömlum hlutum nýtt líf með smá “make over”.

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku