Mæli með: Snyrtivörur fyrir þurra húðgerð

Mæli með: Snyrtivörur fyrir þurra húðgerð

Ég sem snyrtifræðingur fæ oft spurningar um hvaða vörur henti best mismunandi húðgerðum. Ég er sjálf með þurra húð og á því auðvelt með að mæla með þeim vörum sem enda aftur og aftur í mínum skápum og henta fullkomlega fyrir þær sem eru þurrar og jafnvel aðeins viðkvæmar líka!

fyrirthurra

Þær grunnvörur sem ég mæli með fyrir þurra húðgerð eru:

Hreinsir og tóner
Makeup og yfirborðshreinsir til að nota kvölds og morgna ásamt tóner.
Bliss fæst m.a. í Hagkaup
Mario Badesco fæst á fotia.is

***

Djúphreinsir
Hreinsar í burtu allar dauðar húðfrumur og gerir það að verkum að maskar og krem hafa greiðari aðgang að dýpri lögum húðar til að gefa raka og næringu.

Biotherm og Helena Rubinstein vörur fást m.a. í Hagkaup

***

Maskar

Eftir að djúphreinsir hefur verið þveginn af er upplagt að setja maska, þá er húðin alveg hrein og tekur vel á móti maskanum sem inniheldur fullt af virkum og góðum efnum fyrir húðina.
Lancóme fæst m.a. í Hagkaup
Herbivore fæst hjá nola.is

***

Andlitskrem

Andlitskrem er gott (og nauðsynlegt) að nota kvölds og morgna! Gott að finna áferð og lykt sem hentar, en andlitskrem koma í krem-,olíu- og gelformi.

First Aid Beauty fæst hjá fotia.is
Yves Saint Lorent fæst m.a. í Hagkaup

***

Augnkrem

Eftir að aldurinn færist yfir *hóst* þá er gott að bæta við augnkremi, ég hef mælt með frá 25ára aldri og þá sé gott að byrja á léttu kremi/geli og færa sig síðar yfir í virkari krem. Augnkrem notast samhliða andlitskreminu.

Lancome og Clinique fæst m.a. í Hagkaup

***

Þetta eru þær grunnvörur sem ég mæli með að allar þær með þurra húðgerð eigi, og þessar eru hluti af mínum uppáhalds!

undirskriftasta

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.