Ljúffengar banana muffins

Ljúffengar banana muffins

Það kemur ansi oft fyrir á mínu heimili að það eru til bananar sem  komnir eru á síðasta séns. Ég reyni annaðhvort að frysta bananana eða baka úr þeim svo þeir endi ekki í ruslinu.

Þessar banana muffins klikka aldrei, þær eru auðveldar í bakstri, mjúkar, blautar og alveg ótrúlega góðar.

3/4 bolli sykur
3-4 þroskaðir bananar (maukaðir)
1 stk. egg
1/3 bolli brætt smjör
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1/2 tsk. Salt
1 1/2 bolli hveiti
1/2 tsk vanilludropar
Súkkulaðibitar (eftir smekk)

1.Ofninn hitaður í 175°
2. Bananarnir maukaði og hrærðir saman við egg, sykur og smjör (brætt).
3. Hveiti, lyftidufti, matarsóda, salti og vanilludropum hrært saman við.
4. Súkkulaðibitar hrærðir saman við í lokin, magn eftir smekk,
5. Sett i muffins form, gott er að setja deig í ca 2/3 af forminu.
6. Bakað við 175° í 15-20 mín.

sylvia

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 28 ára, trúlofuð Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi 1 árs og Ösku 5 ára labrador tík. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög og eyða tíma með fjölskyldunni.