Ljúffengar banana muffins

Ljúffengar banana muffins

Það kemur ansi oft fyrir á mínu heimili að það eru til bananar sem  komnir eru á síðasta séns. Ég reyni annaðhvort að frysta bananana eða baka úr þeim svo þeir endi ekki í ruslinu.

Þessar banana muffins klikka aldrei, þær eru auðveldar í bakstri, mjúkar, blautar og alveg ótrúlega góðar.

3/4 bolli sykur
3-4 þroskaðir bananar (maukaðir)
1 stk. egg
1/3 bolli brætt smjör
1 tsk lyftiduft
1 tsk matarsódi
1/2 tsk. Salt
1 1/2 bolli hveiti
1/2 tsk vanilludropar
Súkkulaðibitar (eftir smekk)

1.Ofninn hitaður í 175°
2. Bananarnir maukaði og hrærðir saman við egg, sykur og smjör (brætt).
3. Hveiti, lyftidufti, matarsóda, salti og vanilludropum hrært saman við.
4. Súkkulaðibitar hrærðir saman við í lokin, magn eftir smekk,
5. Sett i muffins form, gott er að setja deig í ca 2/3 af forminu.
6. Bakað við 175° í 15-20 mín.

sylvia

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.