Létt og litríkt kjúklingasalat

Létt og litríkt kjúklingasalat

Þetta kjúklingasalat slær öll met! Ótrúlega bragðgottt og hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér.

 

Kjúklingasalat með sataysósu og kúskús – fyrir 4-5 manns

 

3 kjúklingabringur (ég nota oftast lundir)

200 gr kryddað kúskús (ég kaupi í rauðum pakka, t.d. til í Bónus og Krónunni)

4 msk satay sósa

1-2 dl matreiðslurjómi/kókósrjómi (fer eftir því hversu sterka sósu þú vilt)

1 poki spínat

mangó

1 askja kirsjuberjatómatar

avókadó eftir smekk

rauð vínber

1 krukka fetaostur

 

Skerið kjúklinginn í bita og steikið á pönnu með salti og pipar. Bætið sataysósunni út á ásamt rjómanum og leyfið að malla á lágum hita. Útbúið kúsús eftir leiðbeiningum á pakkanum.

Setjið spínat á botnin á eldföstumóti eða á fat og kúskús þar ofan á. Að lokum er restin af grænmetinu sett yfir, ásamt fetaosti og kjúklingabitunum.

 

 

Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er 30 ára, í sambúð með Alberti og saman eiga þau þrjú börn. Ásdís er íslenskufræðingur að mennt og starfar í leikskóla og í Fífu barnavöruverslun. Hún hefur áhuga á öllu sem tengist handavinnu, uppeldi barna, ljósmyndun, bakstri og heimilinu - eins og sjá má á hönnun hennar Rammagull og RÓ.