Létt og litríkt kjúklingasalat

Létt og litríkt kjúklingasalat

Þetta kjúklingasalat slær öll met! Ótrúlega bragðgottt og hefur lengi verið í uppáhaldi hjá mér.

 

Kjúklingasalat með sataysósu og kúskús – fyrir 4-5 manns

 

3 kjúklingabringur (ég nota oftast lundir)

200 gr kryddað kúskús (ég kaupi í rauðum pakka, t.d. til í Bónus og Krónunni)

4 msk satay sósa

1-2 dl matreiðslurjómi/kókósrjómi (fer eftir því hversu sterka sósu þú vilt)

1 poki spínat

mangó

1 askja kirsjuberjatómatar

avókadó eftir smekk

rauð vínber

1 krukka fetaostur

 

Skerið kjúklinginn í bita og steikið á pönnu með salti og pipar. Bætið sataysósunni út á ásamt rjómanum og leyfið að malla á lágum hita. Útbúið kúsús eftir leiðbeiningum á pakkanum.

Setjið spínat á botnin á eldföstumóti eða á fat og kúskús þar ofan á. Að lokum er restin af grænmetinu sett yfir, ásamt fetaosti og kjúklingabitunum.

 

 

Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er þrítug þriggja barna móðir og íslenskufræðingur, forfallin handavinnukona, ljósmyndari og ástríðubakari. Hún heldur úti netversluninni Rammagull.is ásamt RÓ heklvörum á Facebook.