Leitin að upprunanum – Bára

Leitin að upprunanum – Bára

Ég elska þættina „Leitin að upprunanum“. Í fyrra keypti ég mér Stöð 2 bara til að geta horft á þættina svo ég er ótrúlega spennt fyrir nýju seríunni, en nú þegar eru nokkrir þættir komnir í sýningu.

Ég skil svo vel að fólk vilji leita uppruna síns og þessir þættir hreyfa við einhverju í mér í hvert sinn sem ég horfi. En það er sennilega vegna þess að ég hef upplifað þessa tilfinningu sjálf, að vilja leita upprunans.
Ég er Ragnhildardóttir og ég ólst upp ein með mömmu minni. Pabbi minn var samt ekki týndur í útlöndum eins og í þáttunum umtöluðu, en hann lést þegar ég var sjö ára gömul og þangað til var ekkert samband á milli okkar. Ég á aðeins eina minningu af honum, en hana geymi ég vel.
Ég er móðir sjálf og skil þar af leiðandi allar ákvarðanirnar sem mamma mín tók í stöðunni sem hún var í og hefði ekki viljað breyta neinu hvað fortíðina mína varðar.
En tilfinningin kom, tilfinningin sem er lýst í þáttunum, að hafa þörf fyrir að vita meira um sjálfan sig og upprunann.

Myndin er fengið að láni af Google

Árið 2002/2003 þegar ég var í 10 bekk fékk ég aðgang að Íslendingabók og þar með fullt nafn, aldur og afmælisdaga systkina minna þriggja. Ég hafði alltaf vitað af þeim en þetta var einhvernvegin raunverulegra þegar þetta stóð svona svart á hvítu fyrir framan mig á tölvuskjánum. Ég á þrjú systkin, tvö eru eldri en ég og eitt þeirra yngra.
Ég á ss. systur sem er ári eldri en ég og var á þessum tíma á fyrsta ári í menntaskóla, ég veit ekki hvers vegna hún „varð fyrir valinu“ en ég ákvað að setja mig í samband við hana af systkinunum þrem. Ég fletti símanúmerinu hennar upp á Já.is og gaf mér góðan tíma í að semja sms til hennar, sem ég sendi svo titrandi og óviss með viðbrögðin. Ég var svo lánsöm að ekki leið á löngu þangað til það kom svar til baka! Ég man ennþá brot af innihaldi skilaboðanna sem komu til baka. Við skrifuðumst aðeins á í sms-um og svo nokkrum mánuðum seinna kom að því að hittast.

Það var hefð fyrir því í 10 bekk að fara í skoðunarferð í menntaskóla og ég valdi mér meðal annars að fara á kynningu í Versló, skólann hennar og lét systur mína vita af komu minni. Og þar voru fyrstu kynnin! Ótrúlega skrítin, óraunveruleg en skemmtileg stund sem ég geymi vel í hjartanu mínu.

Í dag erum við fínar vinkonur, við erum ólíkar (ég dökkhærð og hún ljóshærð) en eigum samt svo ótrúlega margt sameiginlegt og erum líkar í okkur. Sem er fyndið og skemmtilegt. Við eigum td. börn með 3 vikna millibili og svo fáum við innsýn í líf hvor annarrar í gegnum snapchat, instagram og Facebook.

Hin tvö systkini mín hef ég ekki hitt (þótt þau tvö eldri séu alsystkin), en ég fylgi þeim báðum á Facebook og það kemur sennilega að því einn daginn að ég rekst á þau í Kringlunni.

Til að það komi fram þá var ég að hefja samstarfi við 365 og Skemmtipakkanum þeirra, sem veitti mér kjark og innblástur í að skrifa þessa færslu.
En Skemmtipakkinn inniheldur Stöð 2, Stöð 2 Bíó, Stöð 3 og Stöð 2 Krakkar.

Þættirnir Leitin að upprunanum eru sýndir á Stöð 2 á sunnudagskvöldum. 

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku