Leitin að fullkomna litnum í svefnherbergið

Leitin að fullkomna litnum í svefnherbergið

Nú styttist í það að við fjölskyldan fáum íbúðina okkar afhenta. Ég lýg því ekki að ég er mjög spennt að flytja loksins í mína eigin fasteign og geta gert nákvæmlega það sem okkur langar inni í henni.

Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér lit á veggmálningu í svefnberbergið og við hjúin höllumst bæði að því að mála það í grænum lit.

Þar sem við höfum alltaf verið mjög ánægð með Lady málninguna frá Jötun sem fæst í Húsasmiðjunni fannst okkur tilvalið að skoða liti þar. Mér finnst líka gaman að skoða myndir á blogginu hjá Jötun og á heimasíðu Húsasmiðjunnar fá þannig hugmyndir.

 

Green Harmony
Evergreen
Green Leaf
Laurbær
Soft Teal
Timian
Organic Green
Evening Green

Smellið á myndina hér að neðan til að skoða litakortið frá Jötun Lady fyrir árið 2018. Virkilega mikið af flottum litum!

Ég mun vera dugleg að setja myndir á Instagram þegar við förum að koma okkur fyrir í íbúðinni – asdisgeirs.

 

 

Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er þrítug þriggja barna móðir og íslenskufræðingur, forfallin handavinnukona, ljósmyndari og ástríðubakari. Hún heldur úti netversluninni Rammagull.is ásamt RÓ heklvörum á Facebook.