Lancôme Rénergie Multi-lift Ultra

Lancôme Rénergie Multi-lift Ultra

Rénergie multi-lift ultra línan frá Lancóme er ein vinsælasta línan frá merkinu og ekki að ástæðulausu. Fyrst þegar ég fékk línuna í hendurnar hugsaði ég hana sem “enn eina” anti-aging línuna en um leið og ég fór að lesa mér til um hvert virka innihaldsefnið í vörunni er og hvað það gerir fyrir mismunandi húðgerðir var ég seld á að byrja að nota hana.

Linseed extract (svipar mjög til hörfræja, hefur sama næringargildi en plönturnar eru aðeins mismunandi) er mjög ríkt af omega-3 fitusýrum og býr yfir miklum bólgueyðandi áhrifum og er það aðal virka innihaldsefnið í Rénergie línunni.
Vörulínan hentar því bæði þurri-viðkvæmri og feitri húðgerð þar sem að kremin gefa mikla næringu, flýta fyrir gróanda eftir t.d. sár eftir bólur, dregur úr bólgumyndum sem er algengt vandamál hjá feitri húðgerð ásamt því að binda raka í húðinni.
Allir þessir eiginleikar hjálpa húðinni líka að minnka sjáanlegar línur og þétta húðina, línan er fullkomin fyrir 25-30+ ára sem vilja vinna á einkennum öldrunar húðar um leið og önnur vandamál eru tækluð.

 

Kremið og augnkremið má nota bæði kvölds og morgna og hentar vel þeim sem vilja nota sama kremið en bæta kannski við serumi sem gefur extra virkni með innihaldi sem hentar ýmist kvöldi eða morgni (mæli sterklega með C-vítamíni að morgni til td).
Varan sem kom mér samt mest á óvart er sheet maskinn í línunni. Einn maski inniheldur 20grömm af kremi sem inniheldur sama magn af linseed extract og er að finna í heilli krukku af kremi! Mæli svo sannarlega með að splæsa í einn svona fyrir gott dekurkvöld og hversu fullkominn í jólapakkann handa einhverri góðri konu.

Að lokum langar mig að setja inn myndir af fallegu og veglegu jólakössunum með Rénergie línunni! Auðvitað geggjað í jólapakkann en líka fyrir ykkur sem langar að prófa og fá aðeins meira fyrir peninginn 🙂

 

-Ásta-

 

Facebook Comments

Ásta er 36 ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau Ríkharð Val, 6ára og Hrafnhildi Dís 4ra mánaða. Ásta menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 en starfar sem sérfræðingur í flutningsmálum hjá PCC ásamt því að eiga litla líkamsræktarstöð og þjálfa þar Crossfit. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu.

Seo wordpress plugin by www.seowizard.org.