Lærdómsríkar jólagjafir fyrir þau yngstu

Lærdómsríkar jólagjafir fyrir þau yngstu

Ég er mikil áhugamanneskja um íslenskt mál og máltöku barna. Mig langar að deila með ykkur jólagjafalista með skemmtilegum og lærdómsríkum gjöfum fyrir þau yngstu.

 

Lubbi finnur málbein

Þessi bók hefur verið lesin spjaldanna á milli síðan eldri dóttir mín eignaðist hana fyrir örugglega 5 árum síðan. Í henni er farið yfir íslensku málhljóðin og með hverju hljóði fylgir skemmtileg vísa ásamt fallegum og litríkum myndum. Með bókinni fylgir geisladiskur þar sem heyra má barnakór syngja vísurnar sem eru í bókinni. Virkilega vel heppnuð og skemmtileg bók með tilgang.

 

 

Stafastuð frá a-ö

Stafastuð er stafaspil sem hægt er að spila á marga mismunandi vegu – eða bara skoða stafina og myndirnar. Þetta spil er tilvalið fyrir börn sem eru að byrja að þekkja stafina og einnig börn sem eru komin lengra í stafaþekkingu. Hefur mikið verið notað á mínu heimili, alveg niður í 2 ára aldur.

 

Ljáðu mér eyra – spilastokkar

Spilastokkarnir þjálfa hljóðkerfisvitund sem er mikilvægur undirstöðuþáttur fyrir lestur. Spilastokkarnir eru sjö talsins og leggja áherslu á mismunandi verkefni. Ég keypti einn stokk til að gefa minni 4 ára í jólagjöf og varð RÍM stokkurinn fyrir valinu.

 

 

Bækur

Flest börn hafa gaman af bókum og bókalestri og ávinningurinn er mjög mikill. Það er ekki bara gæðastund að sitja með barninu sínu og lesa fyrir það heldur græðir barnið í leiðinni. Ómetanleg málörvun allt frá 6 mánaða aldri.

Nokkrar bækur í uppáhaldi á mínu heimili:

  • Freyja og Fróði
  • Langelstur í bekknum
  • Láru bækurnar
  • Vikkala Sól og hamingjukrúsin
  • Brosbókin
  • Með á nótunum (söngbækur með geisladisk)
  • Mimi bækurnar (fyrir þau allra yngstu)

Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er 30 ára, í sambúð með Alberti og saman eiga þau þrjú börn. Ásdís er íslenskufræðingur að mennt og starfar í leikskóla og í Fífu barnavöruverslun. Hún hefur áhuga á öllu sem tengist handavinnu, uppeldi barna, ljósmyndun, bakstri og heimilinu - eins og sjá má á hönnun hennar Rammagull og RÓ.