Kuldakrem fyrir frostið!

Kuldakrem fyrir frostið!

Færslan er ekki kostuð og keypti höfundur vöruna sjálfur

 

í “uppáhalds” færslunni minni sem ég birti fyrr í vikunni (sjá hér) minntist ég á þetta krem og mér finnst ég verða að gefa þér sérstaka færslu.
Daily defense kremið frá Mádara er mögnuð vara og gerir kraftaverk, að minnsta kosti fyrir ómögulegu húðina mína. Kremið er hugsað eins og gömlu góðu kuldakremin og það ver húðina fyrir utanaðkomandi áreiti, frosti og vindi ásamt því að gefa ótrúlega mikla næringu. Kremið er mjög þykkt og það þarf að nudda því vel inní húðina og í nokkrar mínútur situr örlítil filma utaná húðinni sem gengur svo inn í húðina og eftir það er hægt að setja á sig farða af maður kýs það.
Varan er vottuð af Ecocert og ég hika ekki við að nota vöruna á minn tæplega 5ára son áður en hann fer út að leika.
Ég nota vöruna líka á þurrkublettina mína og á varirnar þegar ég er með mikinn varaþurrk!

Kremið kemur í 60ml túbu og kostar litlar 2360kr!
Hægt er að kaupa kremið HÉR

 

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.