Einfalt og gott kryddbrauð

Einfalt og gott kryddbrauð

Þessi uppskrift af kryddbrauði hefur fylgt mér síðan ég byrjaði að búa. Það er ótrúlega einfalt og þarf ekki einu sinni að hræra deigið í hrærivél. Svo ilmar það líka svo fáránlega vel!

 

2 bollar haframjöl

2 bollar hveiti

2 bollar mjólk

1/2 – 1 bolli sykur

1 tsk matarsódi

1 tsk kanill

1 tsk negull

1 tsk kardimommudropar

1 tsk engifer

 

Allt hrært saman og sett í form (mér finnst það passlegt í tvö form).

Bakið neðst í ofni á 180°C í 40 mínútur.

 

Þið getið fylgst með mér á Instagram: asdisgeirs

Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er 30 ára, í sambúð með Alberti og saman eiga þau þrjú börn. Ásdís er íslenskufræðingur að mennt og starfar í leikskóla og í Fífu barnavöruverslun. Hún hefur áhuga á öllu sem tengist handavinnu, uppeldi barna, ljósmyndun, bakstri og heimilinu - eins og sjá má á hönnun hennar Rammagull og RÓ.