Einfalt og gott kryddbrauð

Einfalt og gott kryddbrauð

Þessi uppskrift af kryddbrauði hefur fylgt mér síðan ég byrjaði að búa. Það er ótrúlega einfalt og þarf ekki einu sinni að hræra deigið í hrærivél. Svo ilmar það líka svo fáránlega vel!

 

2 bollar haframjöl

2 bollar hveiti

2 bollar mjólk

1/2 – 1 bolli sykur

1 tsk matarsódi

1 tsk kanill

1 tsk negull

1 tsk kardimommudropar

1 tsk engifer

 

Allt hrært saman og sett í form (mér finnst það passlegt í tvö form).

Bakið neðst í ofni á 180°C í 40 mínútur.

 

Þið getið fylgst með mér á Instagram: asdisgeirs

Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er þrítug þriggja barna móðir og íslenskufræðingur, forfallin handavinnukona, ljósmyndari og ástríðubakari. Hún heldur úti netversluninni Rammagull.is ásamt RÓ heklvörum á Facebook.