Það kannast flestir ef ekki allir við gömlu góðu lakkrístoppana. Í fyrra breytti ég til og setti karamellukurl í staðinn fyrir lakkrísinn og það kom svo ljómandi vel út að mér finnst alveg tilvalið að setja uppskriftin hingað inn núna þegar aðventan nálgast óðfluga. Ég hvet alla karamellu-unnendur til þess að prófa!
3 eggjahvítur
200 g púðursykur
1 poki súkkulaðispænir
1 poki karamellukurl
Eggjahvítum og púðursykri er þeytt saman þar til hægt er að hvolfa skálinni án þess að úr sullist.
Spæni og karamellukurli er svo blandað mjög varlega saman við með sleif.
Ég bakaði mína í 12 mínútur við 160°C á blæstri.