Karamellutoppar-uppskrift

Karamellutoppar-uppskrift

Það kannast flestir ef ekki allir við gömlu góðu lakkrístoppana. Í fyrra breytti ég til og setti karamellukurl í staðinn fyrir lakkrísinn og það kom svo ljómandi vel út að mér finnst alveg tilvalið að setja uppskriftin hingað inn núna þegar aðventan nálgast óðfluga. Ég hvet alla karamellu-unnendur til þess að prófa!

3 eggjahvítur

200 g púðursykur

1 poki súkkulaðispænir

1 poki karamellukurl

Eggjahvítum og púðursykri er þeytt saman þar til hægt er að hvolfa skálinni án þess að úr sullist.

Spæni og karamellukurli er svo blandað mjög varlega saman við með sleif.

Ég bakaði mína í 12 mínútur við 160°C á blæstri.

ynjur-undirskrift

Facebook Comments

Sólveig Ása er fædd, uppalin og búsett á Húsavík ásamt unnusta sínum Davíð Þórólfssyni og dóttir þeirra Kristínu Hebu , fædd í apríl 2014. Í september 2015 fjárfestu þau í íbúð sem hefur síðan þá verið rifin niður í fokhelt og vinna þau nú hörðum höndum að því að byggja upp drauma heimilið. Hennar helstu áhugamál eru uppeldi ,heimili og hönnun og ferðalög til fjarlægra landa.

Seo wordpress plugin by www.seowizard.org.