Jólin mín hvít og fín

Jólin mín hvít og fín

Það er kominn nóvember og þá finnst mér í góðu lagi að fara huga að jólum og jólaskreytingum! Ég ætla að leyfa hinum jólabörnunum þarna úti að gleðjast með mér. Hérna eru nokkrar myndir af skreytingum frá síðustu jólum heima hjá mér, vonandi geta þær gefið einhverjum hugmyndir eða allavega smá innblástur.

img_1182

Ég elska allt hvítt, kannski er vegna þess sem ég er svona heilluð af snjónum? En þar sem ég er svona hrifin af hvítu þá er mjög mikið af jólaskrautinu mínu hvítt eða silfurlitað. Ég ætla að leyfa ykkur að sjá aðeins frá heimilinu um síðustu jól.

img_0673

Hérna er mynd af jólasokkum krakkanna, tilbúnir að taka við skógjöfum frá jólasveininum og samverudagatal fjölskyldunnar í stórum glugga hjá stiganum okkar. Ég ákvað í fyrra að gefa krökkunum ekki leikfanga- eða súkkulaðidagatal heldur hafa eitt samverudagatal fyrir alla fjölskylduna. Það var mjög skemmtilegt og það sem stóð á miðunum fyrir hvern dag var allt frá því að baka smákökur saman í að fara saman á skauta. Ef ykkur vantar hugmyndir að samverustundum til að setja í svona dagatal þá var ég til dæmis með þessar hugmyndir að samveru; skreyta piparkökuhús, spilakvöld, horfa saman á jólamynd, fara út og búa til snjókarl, pakka inn jólagjöfum, búa til jólakort, gera jólagóðverk, syngja saman jólalög, jólaföndur, fara út á sleða, hlusta á jólasögu. Mjög skemmtilegt fyrir alla fjölskylduna.

Það er fátt meira notalegt en að fara í heitt bað með kertaljósum allt í kring á aðventunni. Já ég skreyti líka inni á baði!

img_5330

Heimatilbúnir kertabakkar eru mitt uppáhald. Ekkert mál að nota það sem til er hverju sinni og blanda saman gömlu og nýju. Á þessari mynd sést hvernig ég límdi mynd af hreindýri á kerti og notaði froosh flöskur undir kerti.

img_7356

Jólatréð og kertaarininn í sparifötunum:

img_7355

Ég elska gamla hluti og hérna njóta þeir sín í jólabúning:

img_7352

img_7353

Þegar jólasnjórinn fellur eru komin jól hjá mér:

img_5418

Njótið jólaundirbúningsins kæru lesendur, ég er farin að skreyta…

14907129_10211174788624678_7119449459813603063_n

Facebook Comments