Jólanaglalakkið!

Jólanaglalakkið!

Nú streyma hátíðarlínur naglalakka í verslanir og ég hef ekki undan að skipta um skoðun hvaða naglalakk mig langar að skreyta mig með yfir hátíðirnar!
Að öllu gríni slepptu þá finnst mér líklegast að ég kaupi mér svona 5 mismunandi liti (af því að ég á ekki nema 100+ naglalökk) og skipti bara alla dagana 🙂 Af hverju ekki?!

 

Þessi lökk á myndinni hér að neðan hafa heillað mest og hvert þeirra verður fyrir valinu á aðfangadag mun bara koma í ljós!

 

Love OPI, XO XO hátíðarlínan er gullfalleg og þessir þrír litir sem ég valdi alls ekki tæmandi listi og ég gæti vel hugsað mér að eiga alla línuna!
Winter collection frá Essie er ekki síðri! Þessi grágyllti litur verður 100% keyptur, ég get ekki hætt að hugsa um hann.
ILNP er merki í sérflokki þegar kemur að glimmer og shimmer naglalökkum! Lökkin fást á www.haustfjord.is, HÉR má skoða þau betur.

 

Ert þú búin að velja þér hátíðarlakk?

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.