Jólamöndlur

Jólamöndlur

Það er ýmislegt sem kemur með jólailm inn á heimilið en fyrir mér eru það jólamöndlurnar sem ég hef gert síðustu fjögur jól. Það er eiginlega ekki hægt að lýsa lyktinni en góð er hún! Þetta jólanammi er tilvalið til að bjóða upp á með kaffinu eða gefa í jólagjafir í fallegri gjafakörfu. Það þarf smá lagni til að möndlurnar verði eins og þær eiga að vera en ekki missa móðinn.

 

Jólamöndlur

1,25 dl vatn

200 gr. sykur

15 gr. vanillusykur

1 tsk. kanill

200 gr. möndlur með hýði

Hitið vatnið á djúpri pönnu ásamt sykri, vanillusykri og kanil upp að suðu. Bætið þá möndlunum við og sjóðið við meðalháan hita þar til sykurbráðin er farin að þorna og kristallast og loða við möndlurnar. Þá eru möndlurnar settar á smjörpappír og leyft að kólna. Möndlurnar smakkast best volgar en hafa gott geymsluþol í lokuðum umbúðum.

 

 

 

 

Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er þrítug þriggja barna móðir og íslenskufræðingur, forfallin handavinnukona, ljósmyndari og ástríðubakari. Hún heldur úti netversluninni Rammagull.is ásamt RÓ heklvörum á Facebook.