Jarðarber í Eurovision búningi

Jarðarber í Eurovision búningi

Í kvöld er fyrri undankeppnin í Eurovision og þar mun Svala keppa fyrir hönd okkar Íslendinga.

Mig langaði að benda ykkur á þetta skemmtilega snarl sem hægt er að bjóða upp á í Eurovisionpartýinu. Mjög einfalt að útbúa og um að gera að leyfa krökkunum að taka þátt.

Allt sem þarf eru jarðarber, blár skrautsykur og hvítt súkkulaði.

Skrautsykurinn fæst t.d. í Bónus en það er líka hægt að lita venjulegan strásykur með því að blanda gelmatarlit saman við hann.

Sniðugt að nota sogrör til að taka blöðin af.

Dýfið jarðarberinu upp úr bráðnu hvítu súkkulaði og stráið svo skrautsykrinum yfir.

 

Góða skemmtun í kvöld!

 

 

Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er þrítug þriggja barna móðir og íslenskufræðingur, forfallin handavinnukona, ljósmyndari og ástríðubakari. Hún heldur úti netversluninni Rammagull.is ásamt RÓ heklvörum á Facebook.