Japanskt þema í matarklúbb!

Japanskt þema í matarklúbb!

Það er ekki eins erfitt og margur heldur að gera sitt eigið sushi! Við Ásta erum í matarklúbbi ásamt mökum og góðum vinum og þemað í síðasta klúbbi var Japanskt.

Léttur matur, gott vín og skemmtilegur félagsskapur er allt sem þarf!

Við fengum faglega hjálp við að velja hvítvín með matnum og VÁ hvað það skiptir miklu máli! Drykkirnir voru tip-top, smellpössuðu með matnum og kvöldið hefði varla geta heppnast betur!

Nokkur tips fyrir góð sushigrjón:
Fylgja leiðbeiningum á pakkanum (mismunandi leiðbeiningar eftir tegund og ég fylgi alltaf því sem stendur á pakkanum, undantekningarlaust!)
Vera tímanlega! Grjónin þurfa að kólna áður en þau eru notuð og það getur tekið nokkra klukkutíma.
Ekki flýta sér! Lesa allar leiðbeiningarnar áður en byrjað er og vera klár á hvað á að gera næst 🙂
Minna er oft betra. Þegar grjónin eru sett á nori blöðin þarf alls ekki mikið magn og óþarfi að þekja alveg blöðin. Ég (Ásta) skil eftir ca 1cm öðru megin og alveg 5-7cm á hinum endanum, þannig finnst mér auðveldara að rúlla og loka rúllunni.
Séu þessum mjög einföldu ráðum fylgt þá eiga grjónin ekki að klúðrast!

Tempuradeig:
Djúpsteikt sushi er ótrúlega gott og eiginlega fáránlega einfalt! Uppskriftin hér að neðan dugar á ca 6 rúllur.
100gr hveiti
2msk kartöflumjöl
100ml vatn
1 egg
Salt
Aðferð: hveiti og kartöflumjöli er blandað saman í eina skál. Eggið er þeytt örlítið upp og vatni bætt útí. Eggjablöndunni er bætt útí þurrefnablönduna og þeytt saman. Passið að þeyta saman eins stutt og hægt er og það EIGA að vera hveitikögglar í deiginu, sé deigið þeytt of lengi saman verður það seigt við steikingu. Salti er bætt útí í lokin.
Stór pottur (nógu stór til að rúlla passi ofan í) eða djúp panna er hituð með olíu í (ekki nota ólífuolíu, veljið olíu sem þolir mikinn hita). Gætið þess að hafa nægilega mikla olíu svo rúllan komist öll undir olíuna í steikingunni.
Sushirúllu er síðan velt uppúr deiginu (gott að setja deigið í grunnt mót) og steikt uppúr olíunni. Gott að velta rúllunni aðeins til svo að steikingin verði jöfn. Hver rúlla tekur ca 3-4mínútur.

Sumarlegur kokteill:
4cl Gin (við notuðum Beefeater gin)
Freyðivín (við notuðum Tommasi Prosecco Filodora)
Tonicvatn (við notuðum Fewer-Tree Tonic water)
Frosin ber
Klakar

Aðferð: Klakar og frosin ber er setti í botninn á glasi og gini bætt útí. Freyðivíni er bætt útí þannig að glasið er u.þ.b. 2/3 fullt. Í lokin er fyllt upp með tonic.
Mjög ferskur og sumarlegur kokteill sem er í miklu uppáhaldi hjá mér!

Vínin sem okkur var ráðlagt með sushi-inu voru bæði frá Tommasi, annars vegar Giulietta sem er mjög ferskt og sætt vín sem okkur fannst öllum alveg fáránlega gott! Hitt var Pinot Grigio sem er minna sætt, aðeins súrara fyrir okkur “leikmennina” en klárlega ofboðslega gott líka 🙂

Við mælum hiklaust með að prófa að gera sitt eigið sushi!

Gleðilegt sumar!

Facebook Comments
Sólveig Ása Arnarsdóttir

Sólveig Ása er fædd, uppalin og búsett á Húsavík ásamt unnusta sínum Davíð Þórólfssyni og dóttir þeirra Kristínu Hebu , fædd í apríl 2014. Í september 2015 fjárfestu þau í íbúð sem hefur síðan þá verið rifin niður í fokhelt og vinna þau nú hörðum höndum að því að byggja upp drauma heimilið. Hennar helstu áhugamál eru uppeldi ,heimili og hönnun og ferðalög til fjarlægra landa.