Innlit í forstofu

Innlit í forstofu

 

Í byrjun árs keyptum við og fluttum inn í lítið raðhús sem við erum smátt og smátt að koma okkur fyrir í. Forstofan er að verða eins og við viljum hafa hana þrátt fyrir að rétta mottan sé ekki enn fundin. Svo mig langar að sýna ykkur hvernig þetta er í dag.

Bekkurinn er frá merkinu Bolia og er keyptur í Snúrunni. Við völdum okkur hann í gráu en hann var líka til í dökk bláu og antik bleiku. Það var mjög erfitt að gera upp á milli þeirra, en sá grái passar best inn til okkar og þess vegna varð hann fyrir valinu.

Spegilinn pöntuðum við frá Íspan. Eftir á að hyggja hefðum við viljað hafa hann örlítið stærri, en hann kemur samt voða vel út þarna. Við keyptum hann með veggfestingum og fannst verðið mjög sanngjarnt.

Blómið fengum við í innflutningsgjöf og það er keypt í IKEA og potturinn er þaðan líka.

Ljóskastararnir eru frá fyrri eigendum og við keyptum þá með húsinu, svo ég veit ekki hvaðan þeir eru.

 

Ég er með fleiri heimilisfærslur í plönunum, svo ef þú fílaðir þessa þá skaltu fylgjast með á næstu dögum og vikum.

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku