Innlit á baðherbergi – Fyrir&Eftir

Innlit á baðherbergi – Fyrir&Eftir

Ég er búin að vera að sýna ykkur í nokkrum færslum hvernig við erum smátt og smátt að gera nýja húsið okkar að heimili.
Núna er komið að því að ég sýni ykkur baðherbergið okkar. Við erum reyndar með tvö baðherbergi en höfum ekkert gert á “gestabaðherberginu”, þessi færsla er um baðherbergið sem við notum mun meira og erum ótrúlega hamingjusöm með að vera loksins búin að gera það huggulegt.

Þegar við keyptum var ekkert ljós fyrir ofan spegilinn og spegillinn sjálfur var ekki hengdur upp á vegginn. En baðherbergið hafði samt allt verið tekið í gegn árið 2014. Ný innrétting og ný sturta og allt mjög snyrtilegt.

FYRIR:

 

EFTIR:

 

Við pöntuðum spegil frá Ísspan eins og við gerðum í forstofunni (sjá hér), okkur fannst verðið sanngjarnt og við keyptum hann með veggfestingunni sem er mjög þægileg í uppsetningu.
Ljósin eru svo keypt í Rafkaup í Ármúla og fest upp á krók í loftinu, ég er ekki alveg nógu sátt með hvernig snúrurnar koma og tengjast bak við spegilinn, en ég er viss um að við finnum betri lausn á því áður en langt um líður.

Lítil breyting en gerir svo ótrúlega mikið fyrir þetta baðherbergi.

 

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku