Innlit á Grettisgötuna

Innlit á Grettisgötuna

Fyrir tæplega fimm árum síðan keyptum við Richard litla íbúð á Grettisgötunni í Reykjavík. Við höfum verið að dúlla okkur að gera allskonar hluti í íbúðinni á þessum árum og núna loksins þegar hún er „tilbúin“ þá skelltum við henni á sölu og ákváðum að stækka við okkur.

Þegar við settum íbúðina á sölu kom ljósmyndari heim og myndaði hana. Þar sem ég hef sjálf rosa gaman af því að skoða innlit hjá fólki ákvað ég að nýta þessar flottu myndir og ætla að setja þær saman og deila með ykkur í smá innlits-færslu.

 

Ég var ekkert alltof sátt með þessa mynd af barnaherberginu. En HÉRNA eru fleiri myndir af því sem ég tók sjálf ef ykkur langar að sjá meira af því.

Íbúðin er seld, við erum búin að kaupa okkur aðra eign og fáum hana afhenta seinna í mánuðnum.

Ég mun sýna frá flutninunum og þegar við komum okkur fyrir á nýja staðnum á snapchat (@ragnhildard). Ykkur er velkomið að adda mér og fylgjast með.

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku