IKEA hacks – IVAR

IKEA hacks – IVAR

Ég er búin að liggja mikið á Pinterest undanfarið í leit að innblæstri fyrir nýtt heimili sem við fjölskyldan munum eignast í núna um helgina.

IVAR línan frá IKEA hefur verið svolítið áberandi og oftar en ekki látið mig staldra aðeins við og velta fyrir mér hvaðan skeinkurinn á myndinni gæti verið. IVAR er mjög ódýr, hrá og einföld lína sem hefur verið til hjá IKEA frá árunum 1970-1975. Kosturinn við þessa hráu línu er sú að það er auðvelt að gera hana að sínu með málningu eða öðru föndri.

IVAR skáparnir sem vöktu athygli mína koma í tveim stærðum: 80x30x83 og 80x50x83

Ég má til með að deila nokkrum hugmyndum með ykkur.

SAMSUNG CSC

Ég get vel hugsað mér að bjóða IVAR-i að búa hjá mér. Hann kemur fáránlega vel út með smá málningu og fallegum fótum eða hengdur upp á vegg.

Ég mun leyfa ykkur að fylgjast með ef ég læt verða af því og kaupi eintak og geri að mínu.

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku