Í uppáhaldi: Tom Collins!

Í uppáhaldi: Tom Collins!

Mér finnst ótrúlega gaman að smakka nýja kokteila en ég frekar sérvitur á drykki og þeir mega hvorki vera of sætir eða rammir.

Ég smakkaði Tom Collins fyrst í sumar þegar ég fór á “coctail hour” á hótelinu hérna á Húsavík og þá varð ekki aftur snúið, nýr uppáhalds kokteill við fyrsta smakk!

Tom Collins er frekar súr en ótrúlega frískandi, og einn af fáum drykkjum sem ég gæti drukkið fleiri en tvo af, og það eru bestu meðmæli sem ég get gefið drykk 🙂

Það er ótrúlega auðvelt að blanda hann, hann er hristur en fyrir ykkur sem eigið ekki kokteil hristara þá reddaði ég mér alveg með próteinbrúsanum í fyrstu skiptin 😉

2016-12-30-11-17-17

2016-12-30-11-16-55

Tom Collins:

4cl Gin (ég nota Beefeater gin)
2cl safi af límónu
1tsk flórsykur
Klakar
Fyllt upp með sódavatni

Aðferð: Allt nema sódavatnið hrist saman og hellt í glas (mér finnst fallegast og passa best að nota viskíglas), klaka bætt í og fyllt upp með sódavatni.

Fullkominn áramótakokteill!

undirskriftasta

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.