Í uppáhaldi – TeddySit

Í uppáhaldi – TeddySit

Ég dýrka skemmtilegar og sniðugar lausnir – þá sérstaklega þegar kemur að börnunum mínum. Mig langaði að segja ykkur frá einni barnavöru sem er ansi mikið notuð á mínu heimili og hefur verið mikið notuð frá fyrsta degi en það er TeddySit sætisupphækkun sem fæst hjá Dkdesign. TeddySit er sætisupphækkun fyrir börn sem geta setið örugg í stól en vantar upphækkun til að ná almennilega upp á borðið.

Þar sem við erum bæði með eldhúsborð og svo borðstofuborð í stofunni þurfum við stundum að færa matarstólinn hennar Dísellu úr þrönga eldhúsinu inn í borðstofu. Þar finnst okkur t.d. gott að drekka síðdegiskaffið eftir leikskóla og hádegismat um helgar. Hún er orðin nokkuð örugg að sitja í venjulegum stól en hún nær ekki nógu vel upp á borðið. Því var ég ótrúlega glöð að rekast á þennan skemmtilega púða sem er svo mikið meira en bara sætisupphækkun. Á þessu heimili er hann notaður bæði á gólfinu þegar verið er að leika, púsla eða í dúkkuleik, til að standa á haus uppvið vegg eða bara sem púði í sófanum.

Bakhliðin á TeddySit er stöm svo hún rennur ekki til í stólnum og það er mjög auðvelt að þurrka af áklæðinu, en það má einnig þvo í þvottavél. Nokkur áklæði eru í boði m.a. pandabjörn og hundur. Virkilega skemmtileg hönnun sem kemur sér líka vel í ferðalögum eða heima hjá ömmu og afa.

Hver og ein sætisupphækkun er handgerð í Danmörku og eru þær því fallegt og vel unnið handverk.

TeddySit fæst hjá Dkdesign.is og kostar 8.790 kr. en fylgjendur Ynjur.is fá 15% afslátt af TeddySit til 13. júní með kóðannum TeddySit.

Dkdesign er líka á Facebook.

Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er þrítug þriggja barna móðir og íslenskufræðingur, forfallin handavinnukona, ljósmyndari og ástríðubakari. Hún heldur úti netversluninni Rammagull.is ásamt RÓ heklvörum á Facebook.