Í uppáhaldi: Mest notað af 2ja ára töffara!

Í uppáhaldi: Mest notað af 2ja ára töffara!

Eftir því sem börnin eldast þá breytast þau tæki og tól sem börnin þurfa og okkur foreldrunum finnst nauðsynleg, eða létta okkur að minnsta kosti lífið 🙂

Mig langaði að deila með ykkur nokkrum hlutum og vörum sem við notum mikið fyrir Ríkharð Val tæplega 3ja ára!

nuby

Nuby sjampó hreinsikanna
Ég hefði aldrei trúað því hvað þetta myndi hjálpa okkur mikið! Ríkharð þolir ekki að láta bleyta á sér hárið en þessi kanna hefur bjargað okkur. Hún er úr plasti með sílíkoni á endanum þannig að hún leggst alveg uppvið ennið og vatnið lekur ekki í augun. Mæli 300% með þessari snilld fyrir öll börn sem vilja ekki láta þvo á sér hárið 🙂

nuby3

Dreambaby klósettseta

Ríkharð er 99% hættur að nota bleiu og hann vildi aldrei sjá koppinn. Við vildum því prófa setu fyrir hann, því hann var svolítið hræddur við að sitja á stóru setunni! Hún er úr hörðu plasti en gefur samt aðeins eftir og er ekki kalt að sitja á henni (eða er ekki köld viðkomu, hef ekki prófað að setjast ;)).

nuby7

Nuby sótthreinsiklútar

Þetta er mesta snilld í heimi! Sótthreinsiklútar sem er fullkomið að hafa í veskinu og bílnum, það eru engin skaðleg efni í klútunum þannig að það má þvo snuddur sem detta í gólfið eða pelatúttur og nagdót.

nuby4

Nuby tannkrem með Citromax

Það tók soninn smátíma að venjast þessu tannkremi sem er ekki með þessu hefðbundna “barna”bragði eða dísætt. Náttúrulegt tannkrem án BPA eða annarra efna sem eru óæskileg fyrir börn.
Tannburstinn er líka mjög mjúkur og góður, hentar fullkomlega fyrir börn sem eru að fá tennur og komnar með nokkrar 🙂

****

Svo langar mig að enda á því að minna á færsluna mína sem ég skrifaði um “kallana” góðu sem við notum mikið til að tjá tilfinningar okkar á auðveldan máta! Færsluna má skoða HÉR fyrir áhugasama 🙂

Nuby vörurnar má skoða á facebook síðu þeirra HÉR og vörurnar þeirra fást t.d á Heimkaup (sem er fínt fyrir útálandi liðið!)

undirskriftasta

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.