Hver er Sigurjón Ernir?

Hver er Sigurjón Ernir?

Sigurjón Ernir heiti ég og er íþróttafræðingur, Boot Camp þjálfari, einkaþjálfari, hlaupari og mikill áhugamaður um hreyfingu og mataræði. Ég ákvað að fara út í fjarþjálfun eftir að hafa hjálpað og leiðbeint félögum og fjölskyldumeðlimum með hlaup, mataræði og ræktarprógrömm.  Ég sá fljótlega að áhugin lá í þjálfuninni og þar sem mér þykir virkilega gaman að hjálpa fólki að ná árangri og sínum markmiðum ákvað ég að stíga næsta skref og bjóða upp á fjarþálfun.

Ég bý í Grafarholti með kærustunni (Simonu), starfa í sportvöruverslununi Sportvörum í Bæjarlind 1-3, Járnblendiverksmiðjuni Elkem á Grundartanga og er einnig að klára masterinn í íþróttafræði við Háskóla Íslands.  Ég æfi 7-11 sinnum í viku en æfingar og álag fer eftir hvað er framundan og helst álag og fjöldi æfinga alltaf í hendur. Ég lyfti hvað mest í minni þjálfun (lyftingar í bland við Boot camp og Crossfit æfingar) og hleyp svo mikið með lyftingunum.

– Er virkur á snapchat á æfingun jafnt sem keppnum fyrir áhugasama: sigurjon1352

 Fjarþjálfunin: Ég hef ekki haft neina bindingu í þjálfuninni hjá mér, ég vil að fólki finnist gaman að æfa og ef það er ánægt með þjálfunina þá heldur það einfaldlega áfram…. Það sem ég er að bjóða upp á eins og er hlaupaprógrömm, styrktarprógrömm og hin ýmsu matarprógrömm.

ATH: nánari upplýsingar og verð er að finna á síðuni  Fjarþjálfun Sigurjóns Ernis:)

Mitt mottó: Ég er þó talsvert frábrugðinn öðrum og er þekktur fyrir að fara aðeins öðruvísi leiðir þegar kemur að æfingum og mataræði. Ég horfi alltaf á stóru myndina þegar það kemur að árangri en inní hana fellur: mataræði, æfingar, ákefð/álag á æfingum, hvíld, vinna/skóli og loks fjölskylda og einkalíf.Til að ná sem bestum árangri til lengri tíma þurfa þessir þættir að haldast í hendur. Ég er ófeiminn við að prófa mig áfram í æfingunum jafnt sem mataræðinu. Því besta leiðin til að auka þekkingu og ná lengra er að prófa sig áfram, þora að misstíga sig og halda í það sem virkar (sama hversu furðulegt það er….).

Helstu áskoranir og sigrar:
Ég hef keppt í hinum ýmsu hlaupum og þrekkeppnum:
– Hlaupið 5km (16:54), 10km (35:04), 21,1 km (1:18) og farið 3 maraþon (Best 2:46:50).
– Hlaupið  og sigrað 5 Esjuferðir.
– Hlaupið hringin í kringum landið í 10 manna hóp (Útmeða) og 2x hjólað WOW cyclothon.
– Hlaupið og sigrað 5 tinda í Tindahlaupinu í Mosfellsbæ
– Hlaupið Laugarveginn (55 km) á 4:57 klst
– Unnið Þrekmótaröðina og hlotið titillinn= hraustasti maðurinn 2015 og einnig 2017.
– Þessar áskoranir og keppnir hafa gefið mér góða þekkingu og skilning á því hvernig líkaminn bregst við miklu álagi og hvernig best er að bera sig að til að ná góðum árangri.

Í dag eru Eva, Ásta og Sólveig Ása allar í prógrammi hjá Sigurjóni og eftir því sem líður á munu þær segja betur frá ferlinu og æfingum!
Við hlökkum til að segja ykkur meira frá, kynna ykkur betur fyrir þessum snilling sem Sigurjón er og halda áfram að fá sunnudagsfróðleik frá honum en þvílíkur hafsjór af reynslu og þekkingu sem hann er!

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.