Hvað er í íþróttatöskunni?

Hvað er í íþróttatöskunni?

Færslan er ekki kostuð og keypti höfundur alla hlutina í færslunni sjálf

 

Mér finnst sjálfri mjög gaman að sjá þegar bloggarar/snapparar sýna ofan í íþróttatöskuna sína og hvað þeim finnst vera “möst” að taka með sér á æfingu.
Ég ætla að leyfa ykkur að kíkja ofan í mína tösku sem ég tek með mér á Crossfit- og styrktaræfingar. Ég er dótasjúk og finnst mjög gaman að kaupa mér einhverja sniðuga aukahluti fyrir æfingar og Crossfit er stór markhópur fyrir allskonar svoleiðis dótarí!

 

Nike Metcon 3– Crossfit skór (henta í stutt hlaup líka en eru frekar harðir). Fást HÉR
Adidas Adipower– Lyftingarskór. Nota þessa í kraftlyftingaræfingar (hnébeygjur-bekkpressu-axlapressu) og á æfingum sem innihalda mjög margar endurtekningar og þar sem ég þarf að passa bakið mitt og halda jafnvæginu. Fást HÉR


Lyftingarbelti– Ég nota belti í þungar lyftingar. Ég reyni að nota það sem minnst til að venja vöðvana ekki á stuðninginn en þegar ég nálgast mínar þyngstu lyftur þá tek ég fram beltið. Fæst HÉR
Nuddbolti– Mesta snilld (og ógeð) í öllum heiminum! Þetta nota ég ýmist fyrir eða eftir æfingar á hverjum einasta degi til að mýkja vöðva og lofa bandvef. Þessi er hlaðanlegur, þrjár stillingar og að sjálfsögðu hægt að nota á alla vöðva líkamans, leiðbeiningabæklingur fylgir fyrir notkun. Fæst HÉR
Vafningar– Þessir eru fyrir úlnliðina og það besta við þá er það er hægt að herða þá og losa eftir hentisemi án þess að þurfa að taka þá af. Þetta hentar mjög vel þegar maður er að gera blöndu af æfingum sem sumar krefjast stuðnings við úlnliðina en aðrar æfingar ekki. Fást HÉR
Upphýfingargrip– Þessa nota ég í allar æfingar í “búrinu” sem eru upphýfingar, toes to bar og fleiri hangandi æfingar. Mjög nauðsynlegt þegar maður er tæpur á að rifna inní lófunum! Fæst HÉR


Fyrir æfingu orkudrykkur– Ég fæ mér oft orkudrykk fyrir æfingu, sérstaklega ef ég hef ekki drukkið kaffi yfir daginn og undantekningalaust tek ég það fyrir morgunæfingarnar mínar! Ég er núna að nota Supernova og kaupi það HÉR
Eftir æfingu prótein– Ég hef aldrei lyst á mat eftir æfingu og nota því próteinsjeik til að fá strax góða næringu eftir æfingu. Ég nota Whey Isolate prótein og kaupi mitt HÉR


Hné- og olnbogahlífar– Það sem þetta hefur bjargað mér í þungum beygjum og olnbogahlífin fyrir high-rep æfingar sem reyna á en ég á það til að finna fyrir tennisolnboga. Hlífarnar halda bæði hita á og veita stuðning! Gæti ekki mælt nægilega mikið með að eiga par af hnéhlífum. Ég á eina olnbogahlíf eins og er og það hefur dugað mér hingað til. Fást HÉR og HÉR
Sippuband– Tvöföld sipp eru mjög vinsæl í Crossfit! Kalt mat: besta sippubandið í bænum! Fæst HÉR

Eins og þið sjáið þá nota ég fullt af dóti til að gera æfingarnar auðveldari og þægilegri sem og endurheimtina líka!

 

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.