Húðumhirða: frá sumri yfir í vetur

Húðumhirða: frá sumri yfir í vetur

Sem snyrtifræðingur fæ ég stundum spurninguna um hvort og þá hverju sé gott að breyta í húðrútínunni sinni þegar árstíðaskipti verða og þá sérstaklega frá sumri yfir í haust/vetur þegar það fer að kólna í veðri.
Mjög margir upplifa meiri þurrk í húðinni, hún er viðkvæmari (rauð,þrútin og jafnvel kuldabólur/exem/kláði) og farði td lítur verr út á húðinni.

Þar sem ég mæli með að halda grunn húðumhirðunni eins allt árið (hreinsir-toner-djúphreinsir-maski-krem/serum) þá er það nánast bara tvennt sem ég myndi setja sem skyldu í vetrar húðumhirðuna og það eru ávaxtasýrur og olíur!

Af  hverju ávaxtasýrur að vetri til?
Þær eru þess eðlis að þær þynna húðina örlítið og geta gert húðina viðkvæmari. Á sumrin þegar líklegra er að sólin skíni þá er ekki ráðlagt að nota ávaxtasýrur nema vera mjög meðvituð um að nota sólarvörn og verja húðina extra vel.
Þar sem við Íslendingar búum í myrkri stórann hluta vetrar eru ávaxtasýrur hin fullkomna vetrar húðmeðferð og hentar langflestum húðgerðum séu réttar sýrur valdar.
Ég hef áður gert færslu um ávaxtasýrumeðferð, sjá HÉR og mæli 100% með að prófa!

Geta allar húðgerðir notað olíur?
Já! Sem betur fer hafa snyrtivörumerki og við neytendur fræðst meira um hvernig húðin okkar virkar og allar húðgerðir þurfa á olíu að halda, já líka feitar húðgerðir!
Mismunandi húðgerðir þurfa auðvitað mismunandi olíur og innihaldsefni með olíunum og ég hvet ykkur til að skoða innihaldsefni vel og fá aðstoð fagaðila við val á olíum.
Til dæmis inniheldur Acne olían frá Ra oils rósaolíu sem róar, E-vítamín sem dregur úr örum og þéttir húðina ásamt sítrusolíu sem hreinsar!

Hér að neðan má sjá myndir af olíum og sýrum frá hinum og þessum merkjum.
The Ordinary fæst hjá versluninni Maí (sjá vefverslun HÉR)
Ra oils fást í vefversluninni Beautybox.is
YSL, Biotherm,Lancome og Helena Rubinstein fást í Hagkaup/apótekum um land allt

 

 

Notar þú olíu eða sýru? Ef ekki, prófaðu og þú munt alls ekki sjá eftir því!

 

forsíðumynd: www.beautybox.is

Facebook Comments
Ásta Hermannsdóttir

Ásta er 32ja ára búsett á Húsavík í sambúð með Herði Inga en saman eiga þau einn son, Ríkharð Val tæplega 3ja ára ásamt Pug-hundinum Buddha. Er menntuð snyrti- og förðunarmeistari, lauk Bs prófi í næringarfræði árið 2014 og er að ljúka Ms gráðu í matvælafræði. Ásta hefur áhuga á öllu sem tengist húð- og snyrtivörum, heimilinu, uppskriftum og góðum mat, næringu og heilsu ásamt foreldrahlutverkinu.