Húðumhirða eftir þyngdartap -60kg

Húðumhirða eftir þyngdartap -60kg

 

 Þegar maður hefur verið í yfirvigt mest öll sín fullorðinsár þá hef ég lært, eftir að hafa losnað við 60 kíló að húðin er eitt af því sem á erfiðast með að ganga alveg til baka.

Ég stefni á betra form, en mig hafði aldrei grunað alla þessa auka húð sem því fylgdi.

Ég sá alltaf fyrir mér að það myndi bara koma sléttur magi, en svo var því miður ekki í mínu tilviki. Í staðin sat einfaldlega eftir nokkur kíló af auka húð

 

En ég er dugleg að prufa mig áfram með hina ýmsu skrúbba og krem. Þegar ég lendi á góðum vörum þá finnst mér ég bera skildu til þess að deila henni áfram.

 

Moroccanoil skrúbburinn og líkams kremið er eitthvað sem flestir ættu að eiga. Húðin mín varð mun stinnari eftir ég byrjaði að nota skrúbbinn.

Ekki skemmir að áferðin er alveg himnesk og lyktin æðisleg. Ég nota líkamsskúbbinn á allan líkamann en aðallega á maga, læri og rass.

 

Innblásin af ströndinni við Miðjarðarhafið, Moroccanoil skrúbburinn Fragrance Originale er lífvænandi líkamaskrúfa sem er gerð með exfoliating sandi, apríkósu og ólífududufti sem hreinsa varlega húðfrumur varlega. Argan olía, ásamt safflower og sesamolíur og blanda af shea- og kakósmörkum, endurnýta og veita langvarandi vökva í húðina

 

Hægt er að fylgjast með mér á Instagram –

adventuresofus2

 

Facebook Comments