Hrökkkex – uppskrift

Hrökkkex – uppskrift

Mig langar að deila með ykkur æðislegri og mjög einfaldri uppskrift af heimatilbúnu hrökkkexi.
Uppskriftin er upphaflega fengin af ljúfmeti.com og inniheldur sesamfræ, hörfræ, sólblómafræ, graskersfræ, maísmjöl, ólífuolíu og gróft salt (og rósmarín, en ég valdi að sleppa því).

Ég var með hrökkkexið í barnaafmæli um helgina og hrökkkexið sló auðvitað í gegn eins og alltaf þegar það er á boðstólnum.

Blandið saman í skál:

  • 0,5 dl sesamfræ
  • 0,5 dl hörfræ
  • 3/4 dl sólblómafræ
  • 1/4 dl graskersfræ
  • 2 dl maísmjöl
  • 0,5 dl ólífuolía

Hellið svo 2,5 dl af sjóðandi vatni saman við og hrærið í deig.
Setjið bökunarpappír á ofnplötu og dreifið úr deiginu á plötuna. Reynið að hafa deigið eins þunnt og hægt er. Því næst er grófu salti stráð yfir eftir smekk. Hægt er að skera í degið með td. pizzaskera til að fá “kexkökur” áður en það er bakað, en mér finnst það ekki nauðsynlegt.

Platan er svo sett inn í 150°C gráðu heitan ofn og hrökkkexið bakað í 45 mínútur.

 

 

Verði ykkur að góðu!

Ps. Ég er að undirbúa færslu um party-flöskurnar sem þið sjáið á neðstu myndinni.

Facebook Comments
Bára Ragnhildardóttir

Bára er 31 árs, er trúlofuð Richard Ottó O'Brien og saman eiga þau Ragnhildi Söru 3 ára og chihuahua hundinn Ronju. Bára vinnur sem verkefnastjóri og áhugamálin hennar eru allt sem viðkemur barnauppeldi, innanhúshönnun og heimilinu, DIY verkefnum og tísku