Hollt og ótrúlega gott grænkáls-snakk

Hollt og ótrúlega gott grænkáls-snakk

Ég er ein af þeim sem að á það til að narta svolítið mikið  á  kvöldin,þá sérstaklega ef ég sest niður að horfa á eitthvað í sjónvarpinu. Það gladdi mig þess vegna mikið þegar að Atli prófaði að gera grænkál-snakk handa Önnu Hrafnhildi sem var svo bara geggjað gott, ég get því samviskulaus fengið mér ”snakk” með sjónvarpinu á kvöldin. Ég fékk því leyfi frá Atla til að deila með ykkur uppskrift af þessu frábæra holla snakki.

 

100gr. Grænkál (rifið, engir stilkar með)
2 1/2 – 3 tsk. Ólivu olía
1/2 tsk. Cummin
1 tsk. Reykt paprika
1 tsk. Gróft salt
Smá pipar

 

 Þetta er svo sett inn í ofn í 10 min á 170°C , hrært aðeins í og sett svo aftur inn í c.a. 5 mín eða þangað til að það lítur vel út og er orðið stökkt.

 

Mæli með að þið prófið þetta 🙂

 

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 28 ára, trúlofuð Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi 1 árs og Ösku 5 ára labrador tík. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög og eyða tíma með fjölskyldunni.