Himnesk sítrónukaka

Himnesk sítrónukaka

Ég elska að prófa eitthvað nýtt þegar ég er að baka, ég nota gjarnan sömu uppskrift af köku en leik mér svo með mismunandi fyllingar. Mig hefur alltaf langað að gera einhverja góða sítrónuköku með marengs fluffi og lemoncurd þar sem ég elska sítrus.

Ég ætla að deila með ykkur uppskrift af himneskri sítrónuköku.

Botn:
335gr. Smjör (við stofuhita)
466gr. Sykur
4stk. Eggjahvítur
3tsk. Vanilludropar
390gr. Hveiti
1/4 tsk. Matarsódi
2 3/4 tsk. Lyftiduft
360 ml. Mjólk

1. Ofnin hitaður upp í 175°.
2. Smjör og sykur þeytt saman þar til það verður ljóst og létt
3. Eggjahvítum bætt saman við og þeytt í 1 mín. (Ekki lengur)
4. Hveiti, lyftidyfti og matarsóda hrært saman í annarri skál.
5. 1/3 af þurrefnum hrært saman við á miðlungs hraða.
6. 1/2 af mjólk hrært saman við.
7. 1/3 af þurrefnum hrært saman við.
8. Restin af mjólkinni hrært saman við og svo rest af þurrefnum.
7. Bakað við 175°í ca. 30 mín eða þar til tannstöngull kemur hreinn uppúr kökunni.
8. Botnarnir Kældir.

Lemon curd:
1 bolli sykur
8 stk. Eggjarauður (hvíturnar geymdar fyrir kremið)
1 msk sítrónubörkur
2/3 bolli sítrónusafi
10 msk. Smjör

1. Eggjarauður, sykur, sítrónusafi og börkur handþeytt létt saman.
2. Smjöri bætt saman við og blandan  hituð yfir vatnsbaði, hrært stanslaust í blöndunni  í ca. 5 mín eða þar til að blandan þykknar. Passa verður mjög vel að blandan sjóði ekki.
3. Kælt!

Marengs krem:
4 stk. eggjahvítur
1 bolli sykur

1.Eggjahvítur og sykur sett í skál yfir vatnsbað og þeytt þar til sykurinn leysist upp.
2.  Blandan er svo færð yfir i hrærivélaskál og þeytt þar til hún kólnar.
ATH! Það verður að nota kremið um leið og það er tilbúið.

Svo er bara að setja kökuna saman. Ég sprauta hring með marengs kreminu á botnana og set svo lemon curd inní hringinn. Endurtek með botninn sem fer ofná en á síðasta botnin sprauta ég litla punkta og brenni svo með creme brulee brennara.

Eg þið eruð sítrus dýrkendur eins og ég mæli ég með að þið prófið þessa!

Facebook Comments
Sylvía Haukdal Bryjnarsdóttir

Sylvía er 31 árs, gift Atla Björgvinssyni og saman eiga þau Önnu Hrafnhildi og Marín Helgu. Sylvía er menntaður pastry chef út Le Cordon Bleu og vinnur í Sætum Syndum. Hennar helstu áhugamál eru bakstur, ferðalög, snyrtivörur og útivera með fjölskyldunni.