Himnesk jólasulta

Himnesk jólasulta

Þessi jólasulta er svo sannarlega jól í krukku! Ilmurinn af henni á meðan hún mallar í pottinum er eins og jólin og bragðið er alls ekki síðra. Tilvalin á jólaostabakkann, í matarkörfuna eða á pönnukökurnar og vöfflurnar.

 

1 bolli vatn
1 bolli sykur

1-2 kanilstangir

1 tsk. negull

1,5 tsk. appelsínubörkur, rifinn

1,5 tsk. engifer, smátt saxaður

1 ferskt chili án kjarna, smátt saxað

1 poki trönuber

 

Allt hráefnið nema trönuberin sett í pott og látið malla við vægan hita þar til sykurinn hefur leyst upp. Setjið trönuberin út í og látið suðuna koma upp. Lækkið svo hittann og látið malla í 8-10 mínútur. Takið kanilstöngina upp úr og kælið. Ég vildi ekki hafa mikið af kekkjum í minni sultu svo ég maukaði hana örlítið með töfrasprota. Mikilvægt er að hella sjóðandi vatni í glerkrukkur áður en sultan er sett í og sultan látin kólna alveg áður en krukkunum er lokað. Úr einni uppskrift fást ca. 400 ml af sultu sem passar mjög vel í 3 litlar glerkrukkur úr Ikea.

 

 

 

Gleðilega hátíð!

 

Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er 30 ára, í sambúð með Alberti og saman eiga þau þrjú börn. Ásdís er íslenskufræðingur að mennt og starfar í leikskóla og í Fífu barnavöruverslun. Hún hefur áhuga á öllu sem tengist handavinnu, uppeldi barna, ljósmyndun, bakstri og heimilinu - eins og sjá má á hönnun hennar Rammagull og RÓ.