Helgarkakan – Pavlova með piparmynturjóma

Helgarkakan – Pavlova með piparmynturjóma

Pavlova er klárlega ein af mínum uppáhalds kökum! Þessa útfærslu gerði ég fyrir Kökublað Vikunnar sem kom út í lok síðasta árs og var búin að steingleyma að deila þessari uppskrift hér. Mér fannst því tilvalið að deila uppskriftinni með ykkur fyrir helgina.

Í þessa uppskrift nota ég Siríus Pralín súkkulaði með piparmyntufyllingu sem ég blanda saman við rjómann sem fer á milli en því má auðveldlega skipta út fyrir eitthvað annað súkkulaði.

Pavlova með piparmynturjóma

6 eggjahvítur

300 g sykur

4 tsk maizenamjöl

1 tsk hvítvínsedik

1 tsk vanilludropar

½ l rjómi

200 g Síríus Pralín súkkulaði með piparmyntufyllingu

100 g Suðusúkkulaði

ber eftir smekk til skrauts

Stífþeytið eggjahvítur og bætið sykrinum hægt út í. Blandaið maizenamjölinu, edikinu og vanilludropunum saman í skál og hellið saman við eggjasykursblönduna. Teiknið 2-3 hringi á smjörpappír, 20-23 cm í þvermál, og smyrjið blöndunni á. Bakið í 60 mínútur við 150. Saxið súkkulaðið smátt og bætið út í þeyttan rjómann, setjið á milli botnanna og skreytið með bræddu súkkulaði og berjum.

Góða helgi!

Facebook Comments
Ásdís Geirsdóttir

Ásdís er þrítug þriggja barna móðir og íslenskufræðingur, forfallin handavinnukona, ljósmyndari og ástríðubakari. Hún heldur úti netversluninni Rammagull.is ásamt RÓ heklvörum á Facebook.